Þegar við Jenný fórum til London hafði ég bókað borð á SushiSamba, en staðurinn er staðsettur 38.hæð og er lyftu ferðin ákveðin upplifun útaf fyrir sig. En þegar upp er komið þá er þér boðið að fara út á svalir þar sem barinn er og fá þér drykk á meðan þú bíður. Þar tekur við þér þetta risastóra upplýsta tré og skemmtileg stemming með flottu útsýni yfir borgina. Kokteilarnir voru heldur ekki af verri endanum og var barþjóninn ekki lengi að hrista fram tvo óáfenga mojito fyrir okkur Jenný, en þjónustan þarna er frábær!

Við vorum síðan leiddar inn á veitingastaðinn sem er með útsýni yfir alla borgina, en við Jenný fengum borð alveg við gluggan sem skemmdi alls ekki upplifunina. Matseðilinn er settur upp eins og nokkurs konar tapas, en við pöntuðum um sex rétti sem við deildum. Ég veit eginlega ekki hvernig ég á að koma þessu í orð, en allt við þennan stað drykkirnir, maturinn, staðsetning, starfsfólkið og stemmingin er bara hreint út sagt frábær!

Fullkominn staður!

Ég mun hiklauast fara aftur á SushiSamba þegar ég fer næst til London, en ég held ég sé búin að mæla með þessum stað við alla þá sem ég hef talað við sem eru á leiðinni til London. Því hvet ég ykkur, ef þið eigið leið til London að bóka borð á SushiSamba!

 

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.