Það að fara út að borða finnst mér æðislegt. Það er um að gera að prófa nýjan mat, staði og það að eiga stund með þeirri manneskju sem þú ferð út að borða með.

Ég ákvað að bjóða kærastanum mínum út að borða. Ég vildi ekki fara of fínt en samt á stað sem við förum heldur ekki reglulega á og varð Sæta Svínið fyrir valinu.

Ég hringdi með tveggja tíma fyrirvara og pantaði borð. Það var ekkert mál sem mér finnst æðislegt þvi oft er ekki hægt að fá borð neinstaðar nema panta með góðum fyrirvara.

Upplifunin

Við fengum sæti a efri hæðinni, mér finnst hún huggulegri og er loftið hátt til lofts með litum ljósum sem eru eins og stjörnur.

Við pöntuðum okkur drykki og dökkt romm í kók og gín og tonic urðu fyrir valinu.

Þetta var besti gin og tonic sem ég hef smakkað en hann heitir STRAWBERRY & BLACK PEPPER og inniheldur Gin, tonic, jarðaber, svartan pippar, sitrónu safi. Ég veit reyndar ekkert hvernig tegund af gin þetta var en hann fær 10 stjörnur!

Maturinn

Við pöntuðum okkur hrefnu í forrétt sem var æðislega góð og elduð á fullkomin hátt. Með henni koma stökkar litlar kartöfluflögur, reykt sellerírótarmús og maltsósa. Við deildum þeim rétti.

Í aðalrétt fékk ég mér vistvæna kjúklingabringu með því voru bulgur, chili, míní gulrætur, og ótrúlega góð appelsínusósa með appeslínubitum í.

Kærastinn fékk sér 200gr Nautalund. Með henni komu steiktir ostrusveppir, möndlukartöflur, gulrætur og nautadjús. Ég hef farið margt að borða en vá hvað þessi nautalaund var hin fullkomna nautalund! Algjör unaður.

Við vorum bæði ótrúlega ánægð með matinn og drykkina. Skammtarnir voru líka góðir og við fórum södd og sæl út.

Hægt er að skoða matinn, drykkina og verðlista á síðunni hjá Sæta Svíninu.

Á síðunni sérðu að hægt er að fara í hádeigismat eða Bröns og einnig er í boðið að panta fyrir hópa. Svo sá ég skemmtilegt námskeið hjá þeim sem byrjar í haust sem heitir Bjór og Matur, einhvað sem væri skemmtilgt að upplifa og læra meira.

Dekraðu við þig og skelltu þér út að borða!

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa