Hver elskar ekki að dekra aðeins við sig og skella sér í bröns af og til. Ég fékk viðskipta vin í stólinn til mín um daginn og sagði hún mér frá veitingarstaðnum Haust sem er í nýja Fosshótelinu á Þórunnartúni 1. Hún sagði mér að brönsinn þar væri einstakur.

Ég var forvitin og ákvað ég að bjóða kærastanum ásamt mömmu og pabba í bröns einn sunnudaginn á Haust og vá hvað við vorum ánægð með allt saman.

Vel heppnaður staður

Veitingarstaðurinn er þannig uppsettur að hver og einn hópur eða einstaklingur fær sitt næði. Það er mikil hljóð einangrunn svo þú heyrir ekki mikið í fólkinu á næsta borði né í kringum þig.  Sætin eru mjög góð og við enduðum á að sitja og spjalla í heila tvo tíma.

Á staðnum tók á móti okkur þjónn sem fór yfir hvað væri í boði og hvar við fyndum drykki og annað. Boðið er upp á nokkrar tegundir af boosti en ég fékk mér rauðrófu skot og grænan kiwi drykk áður en ég byrjaði ballið. Við fengum okkur súpu dagsinns sem var rjómalögð sveppasúpa; létt og mjög góð. Ég fékk mér brauð með grænu pestói, egg og baunir.


Næsta ferð fór í salat, kjöt og með því en það er mikið úrval á meðlæti. Mikið var af grænmetisréttum og boðið var upp á lamb, grísahnakka og kalkún á kjötborðinu.
Kalkúnn, kjúklingaspjót og meðlæti (sveppir, kartöflur, gulrætur og kúrbitur með brokkolí) varð fyrir valinu hjá mér. Kjúklingaspjótin voru einstaklega góð.

 

Eftir smá tedrykkju og spjall fór ég í eftirréttina sem viry fallegar og vandaðar kökur, ávextir og pönnukökur. Ég hefði viljað smakka allt sem var í boði en á þessum tímapunkti var ég orðin yfir mig södd.

Við vorum öll alsæl og södd eftir þennan yndislega brönd á Haust. Við mælum hiklaust með honum.

Þau bjóða upp á hlaðborð bæði í lunch og kvöldmat á virkum dögum og svo er bröns og kvöldmatur um helgar. Alltaf er lamb í boði ásamt öðru kjöti hverju sinni. Mikið úrval er af grænmetisréttum og er kaffið „gordjöss“ eins og pabbi orðaði það.

HAUST RESTAURANT 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa