VÍKINGAÞREK

Þá er komið að því, ég er loksins búin að finna mér námskeið fyrir sumarið. Til að byrja með ætlaði ég að skrá mig í MGT en þar sem ég er að vinna mjög óreglulega og það var bara laust í tímann kl 8:20 þá þurfti ég að leita lengra. Víkinaþrek í Mjölni varð fyrir valinu, námskeiðið byrjaði reyndar á mánudaginn en ég er búin að vera á fullu þessa vikuna og hef hreinlega ekki haft tíma til þess að mæta. Fyrsti dagurinn verður því á mánudaginn og ég er ekki frá því að ég sé smá spennt, en mögulega örlítið stressuð fyrir komandi harðsperrum.

Ég rakst á þetta Nike Pro Crossover sett á Instagram um daginn og hef ekki getað hætt að hugsa um það. Þar sem ég var ekki að æfa neitt gat ég ekki alveg réttlætt það fyrir mér (lesist Bjarka) að kaupa það. Eini gallinn núna er að toppurinn er ekki til í litnum sem mig langar í, svo ég verð víst að kíkja í búðir til að finna hann í svörtu. Ég hafði hugsað mér að klikka þetta heim af ASOS en svo sé ég að þetta er til hérna heima á mjög svipuðu verði.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.