í sumar var ég mikið búin að vera pæla í því að skrá mig í námskeið hjá Mjölni, en kickboxið var það sem vakti hvað mestan áhuga minn. En þar sem það var nóg að gera hjá mér í sumar sá ég ekki fram á að geta byrjað í námskeiði hjá þeim fyrr en í haust. Svo kom að enda ágúst og það byrjaði aðeins að róast hjá mér og ég ákvað að slá til. Ég byrjaði að æfa kickbox hjá Mjölni núna í byrjun september, en þetta er án efa það skemmtilegasta sem ég hef gert! Það skemmir heldur ekki fyrir að Sunna „Tsunami“ er að kenna námskeiðið ásamt Hrólfi, en þau eru bæði í keppnisliði Mjölnis og frábærir kennarar!

Þar ar sem við erum mikið að sparka í kickbox og eftir að hafa farið í tvo tíma þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti mögulega að fjárfesta í öðrum buxum sem haldast vel uppi. Því ég veit ekkert meira pirrandi heldur en að þurfa að vera hysja upp um mig buxurnar á milli æfinga. Ég á einar buxur frá ICANIWILL merkinu sem hafa reynst mér mjög vel, þær eru háar i mittið, ekki gegnsæar og haldast einmitt uppi á meðan á æfingum stendur. Því ákvað ég að kíkja niður í WODBÚРtil að sjá hvort þeir ættu ekki til svipaðar buxur því mig langaði að geta breytt til á æfingum og vera ekki alltaf í sömu buxunum. Svo verð ég að segja að  það er einstaklega hvetjandi að mæta á æfingar í nýjum fatnaði.


Buxurnar sem ég fékk mér heita ICANIWILL PERFORM, þær ná hátt upp og eru með þykkri teygju í mittinu. Einnig er band í strengnum þannig að þær haldast mjög vel uppi og leka ekki niður. Ég hef nú þegar notað þær á nokkrum æfngum og verð að segja að þetta eru með betri buxum sem ég hef átt. En þessi teygja í mittinu og hvað þær halda vel að hjálpa ótrúlega mikið við þegar maður maður er á fullu. Þær eru líka mjög þægilegar þegar verið er að taka spretti, þar sem maður þarf ekkert að pæla í því að hysja þær upp um sig á milli spretta.

WODBÚÐIN er með þó nokkur merki, bæði fyrir konur og karla! En þegar ég var með Insta Stories um daginn og kíkti niður í Skeifu prófaði ég nokkrar mismunandi týpur af buxum. Ég hafði aðalega áhuga á ICANIWILL buxunum en mátaði einnig buxur frá AIM’NREEBOOK og VIRUS og komst að því að ICANIWILL buxurnar hentuðu mjög vel fyrir kickboxið.

20% AFSLÁTTUR MEÐ KÓÐANUM: PIGMENT

Í samstarfi við WODBÚРfæ ég að gefa lesendum Pigment 20% afslátt! Kóðinn er virkur frá með deginum í dag og út miðvikudaginn 27.september. Aflátturinn gildir á öllum vörum í netverslun og verslunnini nema á skóm.

Þessi færsla er unninn í samstarfi við WODBÚРen buxurnar fékk ég að gjöf
Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.