Ég er oft að vafra um netið og dett inná tilboð. Í þetta skiptið var það hjá AHA.is þar sem ég sá freyðivín, spa og mat fyrir tvo á ION hoteli á Nesjavöllum.

Ég kom kallinum á óvart og sagði honum að taka daginn frá. Við tókum Nesjavallaleiðina og vá hvað sú leið er falleg. Maður ætti að keyra hana oftar og taka göngur!

Það var tekið á móti okkur með freyðivinsglösum og skálað og spjallað á meðan við biðum eftir matnum. Þjóninn kom svo með þessa stórglæsilegu hamborgara, kartöflur og chillitómatsósu. Mikill og virkilega góður matur sem við nutum í botn.

Því næst héldum við niður að LAVA SPA, fengum sloppa, handklæði og inniskó og skelltum okkur í nátturulaugina þeirra. Hvað er betra en að slaka á í heitri laug með ekkert i kringum sig nema nátturuna. Það er einnig þurrgufa sem við fórum í og slökunarherbergi.

Við vorum svo slök á glöð eftir daginn.

Mæli með að nýta það sem er í boði, í þetta skipti nýtti ég mér síðuna AHA.is og eru mörg tilboð þar sem maður kannksi myndi aldrei annars gera eða detta í hug að gera.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa