Mig langar að byrja að hrósa þeim konum sem hafa verið að nýta sér náttúrulegri aðferðir þegar á tíðarblæðingum stendur. Það eru rúmlega 7 ár síðan ég byrjaði að vera meðvituð um úrganginn sem tíðartappar og dömubindi hafa, ákvað því að skipta yfir í álfabikarinn sem ég sé ekki eftir. Ég skipti yfir í OrganiCup fyrir ekki svo löngu síðan og er mjög ánægð.

Mynd: Ása Bergmann

Hvað er OrganiCup?

OrganiCup er sveigjanlegur sílikon bikar sem konur nota í stað tíðartappa eða dömubinda á meðan á tíðarblæðingum stendur, hver bikar er nothæfur í allt að 10 ár. OrganiCup er gerður úr 100% FDA (Food and Drug Administration) sílikoni sem er samþykkt til notkunar í læknisfræðilegum tilgangi. Notkun bikarins hefur því engin neikvæð áhrif á líkamann. Bikarinn hentar einnig þeim sem kljást mikið við ofnæmi, þar sem bikarinn er ofnæmis vottaður (allergy certified). Bikarinn hefur unnið tvígang til verðlauna í Skandinavíu og er góð ástæða til.  

Mynd: Ása Bergmann

6 ástæður fyrir að skipta yfir í OrganiCup

Betra fyrir umhverfið & ódýrari kostur

Umhverfismálin eru ofarlega í huga mér og eflaust margra. Hef margoft bent konum á úrganginn og kostnaðinn við notkun á tíðartöppum og dömubinda. Að mínu mati er það sóun og úrgangur sem hægt er að koma í veg fyrir. Með því að nota OrganiCup eru konur að minnka úrgang margfalt á sama tíma að spara – Happy Wallet & happy planet ekki satt?

Hér er dæmi hvað sparnaðurinn hefur að fela í sér. Í hverjum mánuði notar kona að meðaltali 30 tíðartappa eða dömubindi, eftir 1 ár eru það 360 og eftir 10 ár eru það 3600. Þetta getur ein kona sparað umhverfinu með því að nota OrganiCup. Til dæmis þá hef ég verið að nota bikar í um það bil 7 ár og hef því sparað umhverfinu um 2.520 tíðartappa eða dömubindi, hvað ætli það séu mörg kíló af óþarfa úrgangi?

Mynd: OrganiCup.com
Heilbrigðara & Snyrtilegra

Eins og ég minntist á þá er bikarinn ofnæmis vottaður og framleiddur úr 100% FDA (Food and Drug Administration) sílikonu sem er til dæmis notað í læknisfræðilegum tilgangi. Með nokkun á bikar þá eru konur að forðast snertingu á mögulega skaðlegum efnum sem eru notuð í dömubindi og tíðartappa. Notkun á tíðartöppum og dömubindum til lengdi tíma geta haft slæm áhrif, skilið eftir vandamál eins og sýkingar til dæmis.

Mynd: OrganiCup
Einfaldara & Frjálslegra líf

Að vera á blæðingum ætti ekki að hindra konur í að geta notið þess að fara í sund til dæmis. Margar konur vilja alls ekki fara í sund á meðan á blæðingum stendur og skil ég það fullkomlega þar ég var ein af þeim konum. Eftir að ég byrjaði að nota bikar þá hafa sundferðir orðnar einfaldari og mögulegar fyrir mig og líður mér vel í sundi. Ég finn fyrir frelsi með að nota bikarinn, ég þarf ekki sífellt að vera að skipta um. Tæmi bikarinn kvölds og morgna (12 tíma fresti um það bil), kemur fyrir að ég gleymi mér stundum.

Mynd: OrganiCup

Bikarinn er einnig hentugur þeim konum sem eru með lykkjuna. Margar konur halda að þær megi ekki nota bikar þegar þær eru með lykkjuna. Má lesa frekar um það á heimasíðu OrganiCup. 

Mynd: Ása Bergmann

Hvaða stærð ætti ég að taka?

Auðvelt er að finna út úr hvort stærð A eða B henti. Stærð A hentar konum sem hafa ekki eignast barn, einnig konur sem hafa gengið með barn en ekki fætt í náttúrulega.
Stærð B hentar konum sem hafa fætt barn. Hér fyrir neðan er mynd sem sýnir stærðirnar.

Mynd: OrganiCup // Íslenska: Ása Bergmann

Hvernig á ég að nota OrganiCup?

Margar konur eru tregar að kaupa sér bikarinn því þær eru smeykar að hvernig á að nota bikarinn eða hvort það sé ,,subbulegt“ að nota. Bikarinn er mjög einfaldur í notkun og var ég mjög fljót að læra á hann og í dag er hann ómissandi og eiginlega alltaf í veskinu.

Hreyfimynd: OrganiCup

Hér er ítarlegt myndband sem útskýrir allt hvernig er best að nota bikarinn; hvað hreinlæti varðar og uppsetning.

Hvar er hægt að versla OrganiCup?

Hægt er að versla OrganiCup í gegnum vefverslunina OrganiCup og eru þeir með heimsendinu um allan heim. OrganiCup hafa verið duglegir að vera með tilboð og styrkja þeir einnig góð málefni.

Eitt af málefnum OrganiCup: Hér má sjá mynd frá Afríku þar sem viðskiptavinir OrganiCup hafa verslað bikar og í leiðinni gefið einn. Rannsóknir sýna að 1 af hverjum 10 stúlkum í Afríku missa úr skóla á meðan á blæðingum stendur sem ýtir frekar undir að þær hætta í námi. Að vera á bæðingum er ekki sjúkdómur og ættu stúlkur að fá sama tækifæri og drengir og ekki hætta í skóla vegna náttúrulegra aðstæðna.

Mynd: organicup.com

Á Íslandi er hægt að nálgast vöruna í öllum helstu apótekum landsins og er hægt að fá upplýsingar hér um hvaða apótek selja vöruna, þarf aðeins að skrifa staðsetninguna. Lyfja er einnig með sölu á bikar í netverslun sinni og kostar varan 5.375 kr.

9 af hverjum 10 konum sem hafa prufað bikarinn halda sér við það. Við kaup á bikar hefur viðkomandi 90 daga prufu tímabil, og ef viðkomandi líkar við vöruna er hægt að skila henni og fá endurgreitt.

Aðrar vörur frá OrganiCup

Að auki er OrganiCup einnig með OrganiWash og OrganiWipe. OrganiWipe eru hreinsiklútar sem eru hentugir að hafa í veskinu til þess að geta þrifið bikarinn til dæmis á almennings salernum. OrganiWash eru gel til þess að þrífa bæði líkama og bikar.

Mynd: Instagram.com/organicup

 

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com

Deila
Fyrri greinOPI POP CULTURE
Næsta greinLONDON