Í janúar varð ég þrítug og langaði að skoða nýjan stað. Í þetta skiptið langaði mig aðeins að skoða Danmörk þar sem ég er búsett hér. Danmörk hefur upp á marga sögulega staði að bjóða og mæli ég hiklaust með Norður Jótlandi.

Skagen

Skagen er gullfallegur staður á norðanverður Jótlandi, að mínu mati ein af perlum landsins. Á Skagen er lítið þorp sem ber sama nafn og skiptist í gamla og nýja Skagen. Þorpið iðar af lífi yfir sumartímann, og má segja að staðurinn sé sumar áfangastaður. Íbúafjöldinn er í kringum 8.000 og fer fækkandi með árunum. 

Listamenn og helst listmálarnar sækja staðinn mikið til þess að finna innblástur. Birtan á Skagen er mjög sérstök, það fékk ég að sjá og upplifa fegurðina á afmælisdaginn þar sem veðrið var æðislegt. Skartgripa fyrirtækið Skagen er einnig frá staðnum og hefur fengið innblástur þaðan. 

Það sem mig fannst ótrúlega heillandi var að á nefi skagen mætast 2 höf, Kattegat & Skagerak. Þetta fannst mér frekar merkileg sjón og eitthvað sem ég hef ekki séð áður. 

 Den tilsandede kirke

,,Den tilsandede Kirke“ eða sökkvandi krikjan er staðsett skammt frá Skagen þorpinu. Það var skemmtilegt að sjá þessa kirkju eða það sem er eftir af henni. Hún er hálfpartinn að sökkva undir sandinn einsog sjá má á myndinni.

 Råbjerg mile

Råbjerg Mile er mjög stórt sandsvæði sem breytist ár frá ári að sökum vinds. Sandurinn færist til með vindáttinni og var einsog að labba í eyðimörk því svæðið var mjög stórt. 

Ég mæli með að setja Skagen á listann yfir staði til að heimsækja. Ég er heilluð af staðinum og umherfinu. Þetta ekki í seinasta skiptið sem ég kíki á þessa náttúruperlu.

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com