Mig hefur langað í húðflúr allt of lengi. Svo lengi að það mun mjög líklega aldrei verða af því. Ég hef töluvert mikla skoðanir á því hvers lags húðflúr eru flott og hver ekki og fer reglulega á Pinterest og læt mig dreyma um eitt slíkt. En alltaf kemst ég að þeirri niðurstöðu að ég sè bara ekki nógu „kúl“ til að bera þetta og læt mér það nægja að dást að flúrum Nathans. Að auki er ég með sérstaklega làgan sársaukaþröskuld og myndi sjàlfsagt hlaupa skælandi út mjög fljótlega. Ég ætla að deila með ykkur mínum uppàhalds húðflúrum og munið að maður deilir ekki um smekk! Mér finnst ansi líklegt að ég verði munaðarlaus eftir birtingu þessarar færslu en það verður að hafa það. Ég tek sénsinn.

Mynd: Pinterest

Ég er svo ótrúlega hrifin af Henna munstri.

Mynd: Pinterest

Mér finnst þetta flúr alveg tryllt. Blómin eru svo falleg.

Mynd: Pinterest
Mynd: Pinterest
Mynd: Pinterest
Mynd: Pinterest
Mynd: Pinterest
Mynd: Pinterest
Mynd: Pinterest

Stelpur sem þora að vera með „ermi“ eru bara aðeins of töff.

Mynd: Pinterest

Kannski þori ég í eitt svona lítið og sætt.

„Það er aldrei of seint að láta drauma sína rætast…“ segir þessi dúlla sem fékk sér húðflúr á níræðisafmæli sínu í tilefni þess að hún hafði sigrað í baráttunni við krabbamein:

Mynd: sunnyskyz.com

Þangað til næst,

 

Anna Ýr

Anna Ýr Gísladóttir er förðunarfræðingur, móðir og stjúpmamma, fagurkeri, heklari og föndrari ásamt mörgu öðru! Þú finnur Önnu á Instagram undir @annayrgisla

Deila
Fyrri greinBIOTHERM
Næsta greinPERLA DANMERKUR: SKAGEN