Færslan er ekki kostuð

Nýlega hef ég verið að skoða hvernig má fækka notkun á plasti í daglegu lífi, en það er oft erfiðara finnst mér að finna hluti sem eru ekki gerðir úr plasti.

Ástæðan er einföld, plastið er ódýrt og því hagkvæmara fyrir framleiðendur að nota plast í vörunum sínum heldur en umhverfisvænara efni, hins vegar er skaðsemi þess gífurleg á umhverfið og þá sérstaklega á sjávarlífið eins og sjá má í þessari færslu Burt með Plastið frá Katrínu Sif.

Plast eyðist ekki auðveldlega upp, það tekur allt að nokkur hundruð ár upp í 1000 ár fyrir plast að eyðast úr náttúrunni. Lítil prósenta (talið vera sirka 10-15%) af plastinu sem fer í ruslið er endurunnið. Hvað ætli það séu margir tannburstar úr plasti keyptir inn á hvert heimili á hverju ári miðað við að fólk kaupi sér nýjann á 3-4 mánaða fresti?

Ein einföld leið til að minnka plastnotkun er að skipta út plast tannburstunum fyrir bambus tannbursta.

Ég ákvað ég að slá til og kaupa bambus tannbursta fyrir mig og kærastann. Þeir þrífa tennurnar vel og taka sig líka vel út inná baðherbergi í minimalískum stíl.

The Bam & Boo framleiða tannbursta sem eru gerðir úr bambusi. Bambus plantan vex hratt og er sjálf sótthreinsandi, sem er góður plús fyrir tannbursta.

Þeir fást í ýmsum litum bæði fyrir fullorðna og börn, eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Fjagra ára sonur minn er samt ekki alveg viss hvort hann sé tilbúinn í að skipta út ,,Minion“ tannburstanum sínum fyrir bambusið, en við erum samt á góðri leið með þetta.

Tannburstarnir fást hjá  Nola.is eða í verslun Nola á Höfðatorgi.

 

Ást og friður,

Kristín Einars

Kristín Einars er 26 ára förðunarfræðingur og móðir. Hún lærir myndlist í Listaháskóla Íslands, en hefur unnið sem freelance förðunarfræðingur frá árinu 2013, ásamt því að hafa starfað við að kynna snyrtivörur.
Kristín skrifar um sín helstu áhugamál sem eru förðun, hönnun, eldamennska, uppeldi og jóga.

Instagram @kristineinarsmua – Daglegt líf
@kristineinarsmakeup – Allt sem tengist förðun
Facebook.com/makeupbykristineinars