Ég hef verið að horfa mikið á heimildarmyndir um jörðina okkar og mikið horft á heimildarmyndir um núverandi ástand. Í mörg ár hef ég verið með áhuga á að fræðast um heiminn sem ég bý í og hefur það aukist mikið þar sem ég hef séð strendur í Asíu fullar af drasli, öldurnar brúnar og fullar af rusli og eiturfroðu og hef séð rusl á 30 metra dýpi í sjónum.

Netflix býður upp á mjög góðar og fræðandi heimildamyndir sem sýna mann raunveruleikann og hvað er í gangi þessa dagana á jörðinni okkar.

Mikið umtal er um að minnka plast notkun, ekki allir gera sér grein fyrir alvarleika þess og við sjáum þetta ekki sjálf í daglegu lífi. Ég vil alltaf halda áfram að læra og reyna gera betur og finnst mér fleiri ættu að taka þetta inn á sig og spá í hlutunum í kringum sig.

Að flokka og nota minna plast ætti að vera mottóið okkar allra, fara á sorpu og hugsa vel um umhverfið okkar.

Netflix heimildarmyndir sem ég mæli með eru:

  1. Before the flood – Leonardo DiCaprio hefur lengi styrkt umhverfismál, hann bjó til heimildamynd um ferð sína um heimin að leit af lausnum og svörum.
  2. Chasing coral – ein fallegasta heimildamynd sem ég hef séð en átakanleg
  3. A plastic ocean – mjög fræðandi og vekur mann virkilega til umhugsunar

Mikið fleirra er hægt að finna á Netflix, mikið um fræðsluefni tengt dýraríkinu og þeirra lífi sem er komið er í hættu en það ekki bara þau heldur erum við það við líka. Þetta gengur allt sama hringinn.

Einnig mæli ég með mynd sem heitir Years of living dangerously en hana sá ég í flugvél og ekki klár á hvar er hægt að nálagst hana.

Ýmindaðu þér ef við byggjum í sjónum og værum að anda og borða plast. Óþæginlegt og vont ekki satt?

Hægt er að gera góðverk og styrkja fólk sem fer á hverjum deigi út á sjó að veiða plast og rusl sem endar í sjónum. Ég keypti mér tvö stykki armbönd til þess að styðja þessa frábæru vinnu sem fólk er að gera til þess að gefa okkur, börnunum okkar og fjölskyldu betri framtíð. Litlu skrefin skipta máli. Gerðu góðverk og keyptu armband hjá 40ocean

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Deila
Fyrri greinNÝJA HEIMILIÐ
Næsta greinMARKMIÐASETNING