Núna er vika síðan ég kláraði 12 vikna áskorun Superform þar sem ég skoraði á sjálfa mig að breyta um lífstíl. Ég breytti lífstílnum til hins betra og náði góðum árángri bæði á líkama og hugarfari.

Fyrir og eftir 12 vikna áskorun

Mataræðið er allt annað, ég hreyfi mig reglulega og uppsker hraustari líkama og vellíðan í sálinni. Til þess að ná mínum markmiðum þurfti ég að skipuleggja mig vel, vera með skýra sýn á markmiðin og afhverju ég vildi ná þessum markmiðum.

Ég sá það fljótt hvað markmiðin mín sem ég setti mér í upphafi 12 vikna áskoruninnar hvöttu mig áfram og héldu mér við efnið. Ég hef alltaf notað markmið sem hvattningu og eins konar fókus-punkt. Með ákveðin markmið fyrir framan mig þá fúnkera ég mun betur og get séð árángurinn á svörtu og hvítu.

Markmiðin góð til að halda sér við efnið

Mér finnst markmiðasetning mjög mikilvæg til þess að gera drauma mína að veruleika eða til þess að halda mér við efnið. Þú setur þér markmið af ástæðu og oft þykir fólki gott að skrifa þau niður svo að hægt sé að lesa þau seinna þegar á móti blæs.

Ég hef sett mér þau markmið að ná betri líkamlegri heilsu sem og andlegri með hjálp frá hollu og góðu mataræði, reglulegri hreyfingu og laus við allar ýkjur. Ég vil ekki þvönga líkama mínum né huga í einhverjar ýkur sem munu ekki endast og eiga ekki heima í heilbrigðum lífstíl.

Þurfa ekki að vera stór

Markmið þurfa alls ekki að vera stór en auðvitað mega þau alveg vera það. Þín markmið geta verið þau sem þú vilt að þau séu. Ég mæli samt með að setja sér raunhæf markmið sem þú sérð fram á að ná á heilbrigðan hátt. Hvort sem að þau séu að fara út að labba 2x í viku eða klífa K2, lesa 10 bækur á árinu eða læra nýtt tungumál.

Settu þér markmið við þitt hæfi, skipulagðu þig og njóttu þess að ná markmiðunum!

Karítas Heimis

Karitas Heimisdóttir er fyrst og fremst mamma, enda er sonur hennar líf hennar og yndi. Hún er 28 ára með Bs-gráðu í ferðamálafræðum og starfar sem verkefnastjóri hjá bílaleigunni Sixt á Keflavíkurflugvelli. Hún er búsett í Reykjanesbæ ásamt 16 mánaða gömlum syni sínum og kærasta. Hennar helstu áhugamál eru matur, tíska, ferðalög, uppeldi, fallegir hlutir, heilsa og allt það sem við kemur að rækta líkama og sál.
Karitas mun skrifa um allt á milli himins og jarðar en þá aðallega það sem vekur áhuga hennar og brennur á henni hverju sinni.

Instagram @kariheim

Snapchat: kariheim