Göt í eyru hafa alltaf verið vinsæl og byrja stelpur sem strákar oft að vilja fá göt í eyrun á ung að aldri.

Þegar maður byrjar er oft erfitt að hætta og margar stelpur sérstaklega eru oft með bæði eyrun vel götuð.

Í dag erum við að sjá smá bylgju í þessu þar sem stelpur sérstaklega eru að fá sér mikið af götum í eyrun og á einstaka staði.
Göt í eyrun eru ekki bara alltaf skraut. Margir með mígreni eru að fá göt á sérstaka staði í eyranu sem hefur mjög góð og læknandi áhrif á mígreni.

Hægt er að skreyta svo eyrun með ýmsum lokkum; litríkum, stórum eða litlum. Mikið er um einfaldleika finnst mér þessa dagana, einn litur á öllum lokkunum og oft í fíngerðari laginu.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa