Færslan er ekki kostuð

Eins og þið sáuð í síðustu færslu hef ég fylgjst með hvað plast er að gera okkur og okkar umhverfi. Ég ákvað að losa mig við plast brúsana mína og kaupa mér gler brúsa í staðin.

EQUA eru að selja brúsa sem eru úr gleri og eru með mjög fallega hönnunn. Brúsarnir eru flestir hannaðir til þess að passa vel í lófa og það er mjög þæginlegt að drekka úr þeim.

Ég pantaði mér brúsa með gúmmí í botninum sem gefur brúsanum hald og stöðuleika. Hægt er að fá merkta brúsa og lét ég nafnið mitt á tappana. Hægt er að fá hvað sem þú vilt á tappann og líka hægt að merkja brúsan sjálfan ef maður vill.

Ég tek alltaf með mér brúsa fullan af vatni og drekk mikið yfir daginn. Mikilvægt er að drekka vatn, það gefur þér orku, betri húð og hár, sterkara ónæmiskerfi, hindrar hausverki og heldur líkamsstarfsemi í heilbrigðu og góðu standi. Vatn er það besta fyrir þig.

Ég mæli með að vera alltaf með vatnsbrúsa hvert sem þú ferð. Ef þú þarft að drekka meira vatn en gleymir því þá eru til alksonar öpp sem minna þig á vatnsdrykkju; t.d Water Drink Remninder.

Ég mæli hiklaust með þessum brúsa. Þeir eru á góðu verði og mjög fljótir að koma til landins.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa