Ég er mikið búin að vera taka til í mataræðinu síðustu vikur og er alltaf prófa mig áfram í eldhúsinu. Ég vil ólm deila með ykkur uppskrift af spínat-pizzunni sem ég gerði fyrir mig og kærastann minn.

Hráefni í tvo botna:

  • 2 x stórar lúkur af spínati
  • 2 x egg
  • 1 x vel fullur bolli af rifnum osti

Ég tek tvær mjög stórar lúkur af spínati og skola það vel með vatni.

Ég set svo spínatið og 2 egg í matvinnsluvélina.

Ég blanda saman fyrst spínatinu og eggjunum. Síðan bæti ég við vel fullum bolla af rifnum osti ofan í. Næst er að skipta „deiginu“ í tvennt á tvær bökunarplötur. Ég dreifi vel úr deiginu þar til að botninn er orðinn mjög þunnur.

Baka skal botninn í 13-15 mín á 180 gráðum og með blæstri. Gott er að fylgjast með botninum þegar 13 mín eru liðnar og sjá þegar botninn er farinn að brúnast á könntunum þá má taka hann út úr ofninum.

Ég gerði epla-pizzu fyrir mig og pepp&svepp fyrir kærastann minn.

Á eplapizzunni er eftirfarandi:

  • Pizzasósa (ég setti lítið af henni)
  • 1/2 afhýtt grænt epli, skorið í þunnar sneiðar
  • Þunn skorinn rauðlaukur (magn eftir smekk)
  • Fetaostur (magn eftir smekk)

Svona litu svo pizzunar út eftir að búið var að baka þær í ofninum með álegginu á á 180 gráðum í 15-20 mín. Þegar osturinn og eplin eru farin að brúnast aðeins þá er óhætt að taka pizzunar út úr ofninum. Pizzan hjá kærastanum mínum er með extra ost eins og sést. Svo til þess að toppa pizzuna mína þá setti ég klettasalat ofan á ásamt smá olíu frá fetaostinum. Ég gæti ekki mælt meira með þessari pizzu, hún vermir topp sætið hjá mér þessa dagana.

Bon appétit!

Karítas Heimis

Karitas Heimisdóttir er fyrst og fremst mamma, enda er sonur hennar líf hennar og yndi. Hún er 28 ára með Bs-gráðu í ferðamálafræðum og starfar sem verkefnastjóri hjá bílaleigunni Sixt á Keflavíkurflugvelli. Hún er búsett í Reykjanesbæ ásamt 16 mánaða gömlum syni sínum og kærasta. Hennar helstu áhugamál eru matur, tíska, ferðalög, uppeldi, fallegir hlutir, heilsa og allt það sem við kemur að rækta líkama og sál.
Karitas mun skrifa um allt á milli himins og jarðar en þá aðallega það sem vekur áhuga hennar og brennur á henni hverju sinni.

Instagram @kariheim

Snapchat: kariheim