Við ákváðum parið að skella okkur til Maldives Eyja núna 17.janúar til 6.febrúar.

Af hverju Maldives Eyjar?

Jú, við erum kafarar og ég varð 30 ára þann 28.janúar. Við vildum sjá meira og stærri dýr. Afríka var á listanum en okkur var bent á Maldives eyjar þar sem þú ferð í raun þangað bara til þess að kafa. Við ákváðum að skella okkur þangað.

MOMONDO

Ég pantaði flugið í gegnum app sem heitir Momondo. Momondo er með fleiri flugfélög og þá fleiri verðmöguleika heldur en DoHop t.d. Best er að taka Ísland út og leita af stöðum sem ódýrt er að fljúga frá. Ég leitaði t.d. frá Köben til Male – París til Male- Amsterdam til Male og London til Male. Besta verðið var London til Male.
Flug fram og til baka frá London til Male (millilent í Doha) kostaði 79 þúsund krónur á mann með Quatar Airlines. Sem er mjög gott verð.

Ég pantaði svo flug fyrir okkur hjá Icelandair til London en við áttum inneign hjá Icelandair og nýttum við hana í að panta flugið þannig.

Hægt er að nota líka Kiwi appinu til þess að finna ódýr og góð flug. 

LONDON

Við ákváðum að vera þrjár nætur í London þar sem kærasti minn hefur aldei komið þangað áður. Gistum á hóteli sem heitir Norfolk Tower Paddington. Ég bókaði það í gegnum Booking.com, en ég bókaði flest öll hótelin í gegnum Booking.com eða Hotels.com.
Þetta hótel er fínt en eins og flestir vita er oft erfitt að finna fínt hótel í London. Herbergið var snyrtilegt en lítið, morgunmaturinn einfaldur en alveg nóg. Góð staðsetning og gott fólk að vinna þarna. Við skoðuðum okkur um eins og alvöru túristar og fórum í London Eye, Science Museum og Natural History Museum. Möst er að kíkja líka á markaði eins og Brick Lane og Camden.
Við kíktum á skemmtistað sem heitir Ballie Ballerson en það þarf að panta miða á þann stað. Þetta er fullorðins boltaland. Virkilega gaman að fara þangað, dresscodið er að klæða sig eins og 12 ára svo þú getur leikið þér í boltunum. Svo eru kokteilarnir þarna eins og nammiland, litrikir og góðir.
Við fórum á mjög góða veitingastaði:
Asískan stað við Oxford street – Asian Street Food
Ítalskan stað sem vara rétt hjá hotelínu okkar – Lizzi
Mexíkanskan stað hjá Brick Lane – DF/Mexico
Baker Street – Bills Baker Street Restaurant

LIVEABOARD

Við vorum mætt til Maldives eyja og það fyrsta sem við gerðum var að hoppa upp í bát. Við myndum búa hér í viku og kafa. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og vá hvað ég lærði mikið og sá mikið. Báturinn sem við völdum okkur heitir Sharkastic (Emperor Atoll) . Við fórum 3 kafanir á dag og flestar gengu þær út á að kafa með hákörlum. Voruð við hrædd? Nei, það sem við sjáum í bíómyndunum er mjög ýkt og alltaf eru þeir gerðir af vonda karlinum. Hákarlar eru feimin dýr og eru til fleiri en 400 tegundir af hákörlum. Engin af þeim er hættuleg en því miður nær hvítháfurinn að bita manneskjur af og til. Hákarlinn ruglar brimbrettafólki við seli og bítur í þá. Í raun finnst hárkörlum við mjög vond á bragðið og þess vegna eru margir sem lifa af þar sem aðeins hönd eða löpp hefur verið bitin af.
Við sáum allt sem við vildum sjá og meira til. Það sem stóð mest upp úr var að sjá Manta Rays og Whale Shark. Mikil litadýrð af kóral og að kynnast lífinu í sjónum betur en ég hafði gert áður. Við sáum líka sorglega hlutann af því og það er gróðurhúsaáhrifin. Mikið af kóral er dáinn og kórallinn ásamt dýralífinu í sjónum er mun viðkvæmri en það var áður.
Við pöntuðum okkur Live Aboard í gegnum netið, mæli hiklaust með því og þau eru fljót að svara pósti frá þér. Live Aboard er um allan heim og þú getur bara valið þér hvert þú vilt fara og hvað þú vilt helst sjá. Við leigðum okkur allan búnað og það kostaði aðeins meira en ef þú kemur með þinn búnað sjálfur.
Vika á bát- 17 kafanir – búnaður – matur = 172 þúsund á mann.

MALDIVES

Eftir ótrúlega vel heppnaða og skemmtilega ferð á Sharkastic. Völdum við það að vera á tveim local eyjum. Hægt er að velja milli tvennskonar eyja Local og Resort. Það er smá munur á þessum tveim möguleikum. Resort eyjunar eru frekar dýrar, þar má drekka áfengi og labba um a bíkiní eins og þú vilt. Þær eru lokaðar fyrir túrista. Local eyjurnar eru eyjur þar sem fólk býr en búðir, veitingastaðir og fleira er á þeim eyjum. Þar eru sérstakar strendur fyrir þá sem vilja vera í bikini og strendur þar sem bannað er að vera í bíkini, en á Maldives eyjum er múslimatrú. Við vildum sjá meira og eyða meira pening í að vera lengur á eyjunum heldur en að ná bara tveimur til þremur nóttum á resort eyju. Við byrjuðum á eyju sem heitir Rashdoo. Eyjan er pínulítil og tók það okkur 20 mín að labba í kringum hana hægt. Við gistum á hoteli sem heitir Rashdoo Island Inn Beachfront. Það er enginn lúxus á svona local eyjum en þetta var mjög notarlegt.

Herbergið okkar var beint við bíkini stöndina. Fólkið þarna mjög vinalegt og náðum við að slaka vel á.
Gisting (4 nætur), morgunverður, vatn og leiga á vatnssport dóti = 60 þúsund fyrir tvo

THODDOO

Svo var ferðinni haldið á aðra eyju rétt hjá sem heiti Thoddoo en hún er stærri eyja og það er 4km labb í kringum hana. Meira af veitingastöðum en þarna tekur fólk bara peninga. Á Rashdoo var hægt að nota kort líka. Það að vera á eyjunum er góð slökum, virkilega fallegt og fólkið þarna indælt. Hotelið okkar heitir Palm Garden og er mun nútímalegra og snyrtilegra en á Rashdoo. Stöndinn var í um 10 mínútna labb frá hótelinu. Virkilega gaman að snorkla á báðum stöðum og er sjórinn fagur blár.

Gisting (4 nætur), morgunverður og vatn = 40þúsund fyrir tvo

Maldives eyjar eru einstakar og mæli ég hiklaust með þeim ef þú ert að fara kafa. Ef þú ert ekki að kafa þá er mjög lítið að gera þarna.

Það er alls ekki dýrt að lifa þarna og hotelin frekar ódýr á local eyjunum. Resort eyjurnar eru allt annað en sáum við verð frá 35 þúsund til 500 þúsund krónur nóttin.

Okkar ferð kostaði sirka 300 þúsund á mann

Ógleymaleg ferð á fallegum stað í Indlandshafi.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa