Góðan daginn kæru lesendur.

Ég heiti Karitas Heimisdóttir og er nýr meðlimur pigment.is. Ég er 28 ára Suðurnesjamær og starfa sem verkefnastjóri hjá bílaleigunni Sixt. Ég er búsett í Reykjanesbæ ásamt kærastanum mínum, Magnúsi, og syni okkar, Baltasar Orra sem er 16 mánaða.

Litla fjölskyldan jólin 2017

Mitt innlegg til þessara síðu mun að mestu snúa að heilsu, líkamsrækt, mat, uppeldi, tísku og því sem vekur áhuga minn hverju sinni. Um þessar mundir er bætt heilsa sem á hug minn allan og mun ég segja ykkur frá mínum árangri og (vonandi) minni velferð í þessu langhlaupi.

Litla ljónið mitt

Ég hef æft íþróttir frá unga aldri og tel mig hafa ágætan grunn að líkamsrækt og ágæta þekkingu á hollu matarræði. Þegar að það kemur að uppeldi þá er ég ennþá að þreifa mig áfram og sjá hvað hentar mínu barni og mínum hugmyndum á góðu og uppbyggilegu uppeldi til þess að skila hamingjusömu barni út í lífið. Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með því og einnig mun ég deila reynslu minni af góðum og nytsamlegum barnavörum.

Ef þið hafið áhuga á að fylgjast með mér á öðrum miðlum þá er ég með opinn Instagram-aðgang: @kariheim og Snapchat: kariheim þar sem ég deili myndum úr mínu lífi, með og án glans.

Líf mitt í myndum

Ég hlakka mikið til að fá að deila mínum vangaveltum, áhugamálum og ástríðu með ykkur!

Þangað til næst..

Karítas Heimis

Karitas Heimisdóttir er fyrst og fremst mamma, enda er sonur hennar líf hennar og yndi. Hún er 28 ára með Bs-gráðu í ferðamálafræðum og starfar sem verkefnastjóri hjá bílaleigunni Sixt á Keflavíkurflugvelli. Hún er búsett í Reykjanesbæ ásamt 16 mánaða gömlum syni sínum og kærasta. Hennar helstu áhugamál eru matur, tíska, ferðalög, uppeldi, fallegir hlutir, heilsa og allt það sem við kemur að rækta líkama og sál.
Karitas mun skrifa um allt á milli himins og jarðar en þá aðallega það sem vekur áhuga hennar og brennur á henni hverju sinni.

Instagram @kariheim

Snapchat: kariheim