Um daginn skírðum við dóttur okkar og fékk hún nafnið Magdalena Kristín. Ég er eins og gefur að skilja holdgervingur þreyttu mömmunnar og náði ekki að gera helminginn af því sem mig langaði að gera fyrir veisluna. Til þess að nýta sem best frítímann minn reyndi ég að vera sem minnst á hinum alræmda tímaþjófi, Pinterest, og nota frekar mitt eigið hugmyndaflug.

Magdalena Kristín fékk kjól í jólagjöf, úr Lindex, sem mér fannst fullkominn fyrir veisluna. Í þeim tilgangi að gera hann enn fínni ákvað ég að „steina“ kjólinn sjálf.

Kjóllinn áður en ég steinaði hann

Ég skellti mér í nokkrar föndurbúðir og fann það sem hentaði mér í versluninni Litir og Föndur. Þar fékk ég hobby lím (F6000) og semalíusteina með flötu baki.

Hobby Lím
Semalíusteinar með flötu baki
Verkefni í vinnslu

Ég mæli með því að nota einnota hanska á meðan límt er, e-ð undirlag eins og t.d. Morgunblað og flísatöng til þess að halda á steinunum/færa þá til.

Límið þornaði mjög fljótt. Einn steinn datt af í veislunni annars hafa þeir alveg haldist á. Ég hef ekki enn prófað að þrífa kjólinn en líklegast er best að handþvo hann með mildu þvottaefni svo steinarnir detti ekki af.

Kjóllinn eftir breytingu
Magdalena Kristín í kjólnum sem ég steinaði
Litla snúllan í myndatöku í kjólnum

Færslan er ekki kostuð.

Instagram @annayrmakeupartist

Facebook: Anna Yr Makeup Artist

Snapchat: Mommurasin

Anna Ýr

Anna Ýr Gísladóttir er förðunarfræðingur, móðir og stjúpmamma, fagurkeri, heklari og föndrari ásamt mörgu öðru! Þú finnur Önnu á Instagram undir @annayrgisla