Svo við höfum það á hreinu þá eru brennsluæfingar einar og sér ekki að fara koma þér í form! Besta árangurinn færðu með því að blanda saman lyftingum, hóptímum eða hvernig hreyfingu sem þér finnst skemmtileg og þess á milli er fínt að taka brennsluæfingar. Þó er það alls ekki nauðsynlegt! Þegar ég æfði sem mest þá tók ég brennslu æfingar eftir lyftingaræfingar 3-4x í viku. Eftir að ég fór að æfa kickbox hef ég látið brennslu eftir æfingar eiga sig.

 GET YOUR SWEAT ON

Alveg eins og þegar við erum að lyfta þá skiptir líka máli að hafa fjölbreytni þegar það kemur að brennslu æfingum. Það er um að gera að breyta til því líkaminn er fljótur að venjast og þegar líkamin fer að venjast ákveðnum æfingum, þá breytist ekki mikið. Þess vegna skiptir miklu máli að festast ekki alltaf í því sama og finna nýjar og skemmtilegar æfingar til að prófa. Hér eru nokkrar hugmyndir af mismunandi brennsluæfingum sem ég hef notast við í gegnum tíðina.

5 Reasons to Love the Stairclimber http://ift.tt/2jfTcBO Lets face it: Cardio can get old fast. Thats probably why most gyms are steadily investing in more cardio machine options. Aside from expected mainstays like treadmills ellipticals rowers and stati
STIGAVÉLIN
25 mín brennsla á stigavélinni
Labba í 2 mín venjulega
1 mín afturspark 
1 mín hliðarskref á hægri fæti
1 mín hliðarskref á vinstri fæti – labba venjulega
Þessi hringur er svo endurtekinn í 25 mínútur
Here are some simple tips that will help you stay on the tredmill longer. After your done and you need to remove those sweat and body odors go to www.odorklenz.com and use code holidays to get 20% off #howtoremovesweatodors
HLAUPABRETTIÐ

20 mín HIIT á hlaupabrettinu
Labba á hraða 3 í  2 mínútur
Stilla hraðan eins hratt og þú getur og spretta í 1 mín
Labba á hraða 3 í 2 mín

Þessi hringur er endurtekin í 20 mín

Image result for indoor cycling

HJÓLIÐ

Upphitun í 3-5 mín

Eftir upphitun hjólaðu eins hratt og þú getur í 15 sek, því næst hækkarðu stillinguna á hjólinu í max og reynir ennþá að hjóla eins hratt og þú getur í 20 sek. Þegar þessari lotu er lokið er hjólað á meðalhraða í lægstu stillingu í 90 sek. Þessi hringur er síðan endurtekinn í 20 mín.

Your fear of the rower ends now. Hop on for a killer strength and cardio sweat session.

RÓÐRARVÉLIN

Upphitun í 4 mín á stillingu 10

Eftir 4 mín í upphitun, er farið beint í 30 sek róður – eins hratt og þú getur! Næst tekur við rólegur róður í 1,5 mín og svo beint í 30 sek eins hratt og þú getur. Þetta er endurtekið fjórum sinnum og svo 3 mín „cooldown“ eftir seinasta sprettinn.

Þið megið endilega láta mig vita ef það er áhugi fyrir færslum um hreyfingu og þess háttar með því að smella á like hér fyrir neðan ♥

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.