Ég fer mikið eftir matarplani sem ég er á hjá True Viking Fitness á virkum dögum. Um helgar borða ég hollt en leyfi mér að fara aðeins út úr rammanum.
Síðustu helgi ákvað ég að elda handa okkur parinu kjúklingaborgara og sætar franskar kartöflur.
Mig langaði að prófa einhvað nýtt og sá pestó frá Jamie Oliver – Chilli Garlic Pesto sem ég setti á kjúklinginn sem var ótrúlega gott!

Uppskrift fyrir 2 (keypt í Krónunni)

2x Kjúklingabringur
2x Gróft hamborgarabrauð – Myllu heilkornabollur, Lifskorn
2x brún egg
1x paprika
1x Jamie Oliver Chilli Garlic Pesto
Spínat
1x Guacamole
Poki af frosnum sætum frönskum

  1. Set franskarnar í fat og krydda með chili garlic kryddi og inn í ofn
  2. Steiki kjúklingabringurnar og krydda með salt og pipar
  3. Þegar þær eru tilbúnar set ég Jamie Oliver Chilli Garlic Pesto á og steikii aðeins lengur
  4. Á meðan þær steikjast þá steiki ég tvö egg
  5. Grilla brauðin og set Guacamole a eina hlið og svo smá af Chilli Garlic Pesto á hina hliðina. Næst fer kjúklingabringan, spínat, paprika og egg á borgarann

Sætar kartöflu franskar og allt er klárt.

Verði ykkur að góðu!

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa