Þegar ég baka þá er það í 99% tilvika hollt. Mér finnst það miklu skemmtilegra og svo er svo gott að eiga bita í frystinum ef manni langar í eitthvað sætt.

14101737_10210217200289248_784946080_nÉg bjó til þessa pekan-súkkulaði hráköku um helgina og langar mig að deila með ykkur uppskriftinni þar sem hún var sjúklega góð og ekki skemmir fyrir hvað hún er holl.

14080966_10210217200369250_449866143_n

Það sem þú þarft að eiga:

Pekan hnetur, hafra, döðlur, kókosolíu, akasíuhunang (eða agave), lífrænt kakó og sjávarsalt.

14101784_10210217200849262_273525731_nBotn:

1,5 bolli pekan hnetur
1,5 bolli hafrar
8 döðlur
1/2 bolli kókosolía (fljótandi)
Klípa sjávarsalt

Allt sett í matvinnsluvél og maukað þar til það klístrast aðeins saman.

14101950_10210217200889263_1718053606_n

Súkkulaði:

1/2 bolli kakó
1/4 bolli kókosolía (fljótandi)
1/4 bolli akasíu hunang eða agave

Hrært saman í skál.

Ég setti bökunarpappír í brauðform og þjappaði næstum öllum botninum ofan í formið. Hellti svo súkkulaðinu yfir og stráði restinni af botninum ofan á til að skreyta.

Uppskriftina fann ég á pinterest.

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.