Færslan er ekki kostuð

Ef það er einhvað sem ég hef lært undanfarin ár er það hvað góður nætursvefn skiptir ótrúlega miklu máli! Ég er búin að vera reyna tileinka mér góðar svefnvenjur sem eru meðal annars fólgnar í því að liggja ekki uppi í rúmi í tvo tíma að skoða yfir alla heimsins samfélagsmiðla.

RELAXING PILLOW MIST

Í byrjun sumars keypti ég koddasprey frá L’Occitane sem heitir Aromachologie Relaxing Pillow MistSpreyjið inniheldur náttúrulegar lavander olíur, en lavander er þekkt fyrir að hafa róandi áhrif á líkama og sál. Ég hefði ekki geta ímyndað mér hvað það er hægt að verða háður einu koddaspreyji! Ég spreyja bara aðeins yfir koddana og svo örlitlu á sængurnar áður en ég leggst uppí rúm á kvöldin og ég sofna alltaf á svipstundu. Ég mæli hiklaust með þessu spreyji.

Pillow mist spreyjið fæst í L’occitane í kringlunni

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!