Ég tók eftir í dag að það væri aðeins byrjað að hausta, nokkur laufblöð orðin rauð og gul og fallega brún. Þetta er minn uppáhalds tími. Litirnir eru svo fallegir og veðrið líka. Svo er það haust tískan, jakkarnir, kápurnar, treflarnir, húfur og hattar. Hlakka mikið til að draga það fram eftir sumarlögnina!

Spennandi sumar á enda

En ég ákvað að renna yfir instagrammið mitt og velja nokkrar skemmtileg myndir sem ég póstaði yfir sumarið. Það var ansi fljótt að líða; fyrsta sumarið mitt sem flugfreyja hjá Icelandair. Og það er búið að vera svo gaman! Ég er búin að upplifa margt nýtt á stuttum tíma, sjá fallega staði og borgir, kynnast nýju fólki og starfsvettvangi. Ég er strax farin að hlakka til næsta sumara. En sumarið innihélt líka góðar fjölskyldustundir, smá sól, göngutúra, brúðkaup og líka smá vinnu á slysó.  Einnig seldum við íbúðina okkar og keyptum aðra og erum afar spennt yfir því. Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með þegar nær dregur!

Ég kveð þetta frábæra sumar og tek fagnandi á móti haustinu!

Endilega fylgið mér á Instagram: @beggaveigars

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.