Í tilefni helgarinnar ákvað ég að deila með ykkur uppskrift af amerískum pönnukökum. Þessa uppskrift hef ég gert í mörg ár en ég kynntist amerískum pönnukökum þegar ég var au pair í Bandaríkjunum 2006 og hef verið ,,hooked“ síðan. Þessar pönnukökur eru borðaðar að minnsta kosti einu sinni í viku á okkar heimili, hvort sem þær eru borðaðar einar og sér eða að við hendum í almennilegan brunch með öllu tilheyrandi.

Blueberry pancakes

Uppskrift

200 gr hveiti
3 tsk lyftiduft
hálf tsk salt
70 gr sykur
2 stk egg
50 gr brætt smjör
2,5 dl mjólk
vanilludropar

Blandið öllum þurrefnunum saman, því næst eggjunum og síðan koll af kolli. Hrærið deigið þangað til það er orðið kekkjalaust. Steikið á pönnu í bræddu smjöri við vægan hita og snúið við þegar loftbólur myndast. Svo er bara að njóta, hvort sem það er með smjöri og sýrópi, ferskum ávöxtum eða Nutella!

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.