Á dögunum eignaðist ég gullfallegan jakka frá ZO-ON Iceland sem er búin að gera mjög gott mót í sumar og mig langaði endilega að deila með ykkur ef þið eigið eftir að redda ykkur góðri flík fyrir verslunarmannahelgina.

Góður útivistarjakki

Skyggnir jakkinn er að mínu mati hin fullkomna sumar- og haust útivistarflík að því leytinu til að hann er léttur, þægilegur, vindheldur og hrindir frá sér vatni. Hann er gerður úr bómullarblöndu og með ytra byrði úr vaxlíki. Þar sem að ég er frekar mikið í útivist fer reglulega í göngur með hundinum mínum og sérstaklega á kvöldin út fyrir höfuðborgina þá er nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri þó það geti verið hlýtt því vindurinn og bleytan leynir á sér.

Færslan er unnin í samstarfi við ZO-ON
Góð stund með Dexter fyrir utan borgina

Jakkann er að finna í ZO-ON Kringlunni, Bankastræti og Nýbýlavegi sem og á heimasíðu ZO-ON. Ég mæli með að gera sér ferð þangað áður en haldið er út á land!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is