Færslan er ekki kostuð – vöruna keypti höfundur sjálf

Ég elska te eins og þið flest vitið nú þegar.

Mér finnst æðislegt hvað jurtir gera mikið fyrir mann og hjálpa manni að líða vel, gefa þér orku, hjálpar þér að slaka á og mörg te geta læknað kvef, magakveisur og fleira.

Ég talaði um Pure Beauty teið sem systir mín gaf mér í jólagjöf og hef sjálf átt Skinny Detox parið (morgun og kvöld te) en ég hafði aldrei farið inn í verslunina Maí sem selur Teatox vörurnar.

Ég fór lokins inn í þessa fallegu búð til þess að kaupa gjöf fyrir vinkonu mína. Ég valdi fyrir hana Skinny Detox morgun te og svo Meraki kerti.
Ótrúlega falleg og sæt búð. Hægt er að finna æðislegar og vandaðar vörur þarna sem eru fullkomnar í gjafir.

Ég skoðaði te hilluna vel og rak augun þar í tekönnu ef svo má kalla. Þetta er ferðatekanna úr gleri og gat ég ekki annað en gripið eina slíka í gjöf fyrir mig sjálfa.

Nú hefur þessi kanna fylgt mér alla daga og nýt ég þess að drekka te-ið mitt mun betur. Þú setur te í stauk sem er í könnunni, hellir heitu vatni ofaní og leyfir að kólna. Þegar þú hefur svo klárað þann te skapt þá seturðu aftur heitt vatn yfir og teið er ennþá virkt.

Ég er ótrúlega ánægð með þessi kaup. Fyrir þá sem drekka mikið te þá er þetta eitthvað sem ég mæli hiklaust með að eiga. Góður ferðafélagi og þú sparar heil hellings te.

Falleg kanna sem auðvelt er að þrifa.

Teatox ferðate kannan fæst í MAI verslun sem er á Garðartorgi.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa