Núna er sumarið komið og alveg tilvalið að fara í verslunarleiðangur þar sem búðirnar eru að fyllast af sumarlegum flíkum. Ég fór fyrir helgi og fann ótrúlega fallegan og bleikan sumarkjól í Vero Moda fyrir gjafabréfið mitt.

Ég hef í gegnum tíðina verið óhrædd að ganga í litum og vill helst ekki sjá svartar flíkur á sumrin. Ég klæddist kjólnum í afmæli hjá vini mínum um helgina og fékk ég mörg hrós fyrir hann. Enda er hann ótrúlega sumarlegur og sætur!

Færslan er ekki kostuð

Þið finnið upplýsingar um verð HÉR 

Þangað til næst!

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.