Ég var með matarboð fyrir fjölskylduna mína um daginn þar sem við fögnuðum afmælinu mínu.

Ég ákvað að elda mat sem er mikið borðaður í Asíu. Ég valdi hrísgjóna rétt sem er þekktur í Thailandi og svo satay kjúkling sem er vinsæll á Bali.

Hrisgrjón með ananas:

3 msk soyja
1/2 tsk engifer krydd
1/2 tsk hvítur pipar
2 lauf af hvítlauk
1 laukur
2 gulrætur
1/2 bolli af gulum baunum (frosnar eða í dós)
1/2 bolli af grænum baunum (frosnar eða í dós)
3 bollar brún hrisgrjón
2 bollar af ananas (ferskur eða í dós)

Allt grænmetið er skorið í smátt.

  1. Byrjaðu að blanda soyja sósu, engifer kryddi og hvítum pipar saman í lítið glas.
  2. Hitaðu pönnu með smá olíu og láttu hvítlauk og lauk eldast í um 3-4 mín. Blandaðu svo grænum baunum, gulum baunum, gulrótum saman og elda í um 3-5 mín.
  3. Helltu nú soyja kryddblönduni yfir.
  4. Næst er svo ananas og hrisgrjónum bætt út í og blandað saman.

Ég notaði ferskan ananas að hluta og líka eina dós af ananasbitum
Ég notaði svo ferka ananasinn sem skálar.

Kjúklingur í Satay:

8 kjúklingabringur 
1 dós af kókósmjólk
2 tsk karrý
2 tsk kóríander þurrkað
2 tsk sykur
1 tsk salt
 Grillpinnar

  1. Gott er að setja grillpinnana (ef þeir eru úr við) í vatn of leyfa þeim að liggja þar á meðan þú græjar allt hitt – þetta kemur í veg fyrir að pinnarnir brenni og að það komi flís frá þeim.
  2. Blandaðu saman í skál kokósmjólk, karry, kóríander, sykri og salti
  3. Skerðu kjúklinginn í bita; frekar litla og mjóa svo þeir séu snöggir að eldast.
  4. Dýfðu kjúklingaspjótunum í blönduna (hægt er að láta marenerast í smá tima) og svo eru þau grilluð.

Ég notaði George Forman grillið til þess að elda kjúklinginn.

Allt tilbúið og sett á matarborðið. Ég var með satay sósu sem ég keypti í bónus fyrir þá sem eru sósusjúkir en ég ætlaði að hafa hnetusósu sem var svo ekki til. Mæli með að nota hnetusósu en þetta kom ótrúlega vel út og bragðaðist mjög vel.

Allir voru ótrúlega ánægðir og saddir eftir matinn. Skammturinn sem ég gerði dugaði uppskriftin fyrir 9 manns og var smá afgangur samt eftir.

Verði ykkur að góðu.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa