Þessi uppskrift af próteinpönnukökum er sú allra besta sem ég hef prufað svo ég má til með að deila henni með ykkur.

Ég hef gert óteljandi margar og misgóðar útfærslur af próteinpönnukökum í gegnum árin þar sem prótein getur valið því að pönnukökurnar verði þurrar eða með einskonar pappabragði.

Þessi uppskrift inniheldur hveitikím sem ég hef ekki prófað að nota áður í þessum tilgangi svo ég veit ekki hvort það sé það eða lyftiduftið sem veldur því að útkoman er ótrúlega „flöffý“ og dúnmjúkar pönnukökur.

Uppskrift
(fyrir einn, gerir um 3 litlar pönnsur)

3 msk. hveitikím
1/2 banani
1/2 tsk. vínsteinslyftiduft
1/2 skeið vanilluprótein
1 egg
1 tsk. kanill

Allt sett í blandara.

Mér finnst gott að setja hnetusmjör, restina af banananum og smá hlynsýróp yfir.

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.