Brúsana fékk greinahöfundur að gjöf 

BKR – Vandaðir vatnsbrúsar úr gleri

 Í gegnum tíðina hef ég átt marga plastvatnsbrúsa og verið dugleg að endurnýja þá þegar þeir byrja að lykta! Ég höndla ekki þessa „plastvatnslykt“ og vil frekar kaupa mér nýja í staðinn fyrir að vatnið mitt bragðist eins og plast. Þið skiljið.

Það er svo mikilvægt að drekka mikið vatn og þá sérstaklega á æfingum. Eftir að ég byrjaði að æfa aftur að þá hefur mig vantað góðan vatnsbrúsa til að hafa með mér á æfingar. Það getur stundum verið erfitt fyrir suma (eins og mig) að finna hinn rétta vatnsbrúsa. Hann má ekki vera úr plasti, ekki leka í töskunni, þægilegt að drekka úr honum, ekki of stór og líta fallega út. Ég fór því á stúfana og fann loksins fullkominn vatnsbrúsa sem ég ætla að segja ykkur frá.

BKR vatnsbrúsar í stærð 500 ml og 1 l.

 Vatnsbrúsinn er hinn umtalaði BKR vatnsbrúsinn sem hefur verið sýnilegur hjá stjörnunum í Hollywood á síðustu árum. Ég var því ekki lengi að fá mér brúsann þegar ég vissi að hann væri til hér á landi en hann er akkúrat það sem ég var að leita að og uppfyllir allar mínar kröfur.

Vatnsbrúsinn er úr gleri og BPA frír, Pathalate frír og er með FDA samþykkt. Ég elska að drekka vatn úr gleri svo ég er í skýjunum. Vatnsbrúsarnir koma í þremur stærðum, 250 ml, 500 ml og 1 líter. Ég ákvað að fá mér tvo brúsa annars vegar 500 ml sem ég hafði hugsað mér fyrir æfingar og 1 líter sem ég hafði hugsað mér að hafa heima þegar ég sit við tölvuna þar sem að ég er alltaf að reyna að auka vatnsdrykkjuna mína.

Það sem ég er ánægðust með hönnunina er sílíkonið utan um brúsann sjálfan. Því ég hef átt áður vatnsbrúsa úr gleri sem voru ekki með neitt utan um sig og þá áttu þeir til að verða sleipir og hentuðu því ekki á æfingar. Sílíkonið sem er utan um BKR brúsann er þykkt og varðveitir glerflöskuna sjálfa og kemur í mörgum litum. Enda átti ég erfitt með að velja litina þar sem þeir eru allir svo fallegir. En ég endaði á að fá mér 500 ml í litnum lala og 1 líter í litnum melt.

Mér finnst 500 ml fullkominn til að taka með sér á æfingar. Hann er ekki of breiður til að geyma á tækjum. Ég vil alltaf hafa vatnsbrúsa á mér í þannig tækjum sem reyna á þolið og passar vatnsbrúsinn vel ofan í þar. Þar sem tappinn er skrúftappi að þá hef ég vanið mig á að taka tappann af og hafa hann til hliðar á því tæki sem ég er í. Svo ekki má gleyma handfanginu á tappanum sem er algjör snilld og hentar mjög vel til að halda á brúsanum með einum fingri.

Það sem mér finnst skemmtilegast við brúsana eru litirnir því ég er algjör pastel aðdáandi og er gjörsamlega að elska hvað vatnsbrúsarnir mínir líta vel út.

Sá minni er alltaf í ræktartöskunni minni og lekur ekki (er búin að reyna á það). Sá stærri er alltaf við náttborðið mitt eða við hliðina á mér þegar ég er í tölvunni sem auðveldar mér að halda við vatnsdrykkjuna. Hvað varðar þrifin á brúsunum er mjög auðvelt er að þrífa þá. Hægt er að setja vatnsbrúsann í uppþvottavél og hægt er að taka sílíkonið af og þrífa það sér.

Ég mæli með BKR vatnsbrúsum fyrir alla, hvort sem það er fyrir æfingar, vinnuna, skólann eða bara í ferðalög.

Hægt er að nálgast vöruna & skoða úrvalið HÉR hjá hjarn.is

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.