Ég heiti Gunnhildur og ég er súkkulaðifíkill. Ég get hæglega torgað nokkrum súkkulaðistykkjum í einni setu en best finnst mér þó að fá mér nokkra vandaða bita með góðum kaffibolla. Í uppáhaldi er pipar- og lakkríssúkkulaði, enda er ég sannur Íslendingur með sterka bragðlauka. Síðan fólk í Skandinavíu hóf að piparhúða allt hef ég hoppað hæð mína af kæti, enda nóg af úrvali fyrir sælkera eins og mig og fleiri.

Konfektið frá sænska framleiðandanum Lakritsfabriken er án efa það allra besta sem ég hef smakkað á minni ævi. Einn til tveir (eða tíu) molar eru fullkomnir með kaffibollanum, en hægt er að bera súkkulaðið fram í hvaða boði og við hvaða tilefni sem er. Ég fékk að gjöf frá versluninni Maí dásamlegar súkkulaði og brjóstsykurshúðaðar lakkrísstangir ásamt lakkrísdufti til baksturs og súkkulaði- og piparhúðuðum berjum, en allt saman er algjörlega himneskt. Bæði ég og kærastinn minn vorum sammála um að hafa aldrei smakkað neitt þessu líkt enda bæði bragð og áferð ávanabindandi.

Ég hef einnig smakkað súkkulaði- og lakkríshúðuðu möndlurnar sem eru trylltar á bragðið! Ég tel líka ekki óhætt að kaupa þær aftur í bráð þar sem að ég kláraði þær á núll-einni.

Þess má geta að bæði súkkulaðið og lakkrísinn eru 100% náttúruleg og engin óæskileg aukaefni eru notuð við gerð þess.

Ég hvet ykkur svo mikið til að gera ykkur ferð í Maí á Garðartorgi og smakka! Allir sem hafa smakkað þetta hjá mér segja það sama: Að þetta sé algjört lostæti. Ástin manns verður sennilega hæstánægð með að fá kassa af dásamlegu lakkrískonfekti á Valentínusardaginn. Þið sjáið vefsíðuna hjá Maí HÉR. 

Náttúrusteinsbakkinn fæst á Twins.is – Skálin fæst í Epal 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is