Eins og ég hef sagt áður þá elska ég að fá mér te. Ég trúi á að jurtir hafi mikil áhrif á líkama og sál og mér líður alltaf vel eftir að hafa fengið mér te.

Systir mín þekkjir mig vel og gaf hún mér Pure Beauty frá Teatox sem hún keypti í búðinni Maí  á Garðartorgi.

Færslan er ekki kostuð

Ég hef átt te frá þeim áður en þá var það Skinny Detox línan. Einn bolli á morgnanna og svo annar bolli fyrir svefn. Mjög gott te sem losar stress, þreytu og er mjög gott fyrir líkaman að fá hreinsun af og til svo að Teatox er málið.

Pure Beauty sem ég fékk frá sætu systur minni er æðisleg blanda af hvítu tei, ananas og ólívulaufum. Þetta te sér um að hreinsa, vernda og næra húðina með jurtum sem vinna innan sem utan. Bragðið er einnig ótrúlega frískandi og gott.

Hægt er að lesa sig til um Teatox te-in á heimasíðu Maí. Te- in fást einnig i Hagkaup

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa