Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur!

Margir byrja nýja árið með trompi og gera sér áramótaheit. Mér finnst betra að taka á móti því með því að setjast niður og setja mér markmið og skipuleggja árið út frá því! Þannig er ekki nýja árið til markmiða? Það held ég nú.

munum11

Í fyrra keypti ég mér MUNUM dagbókina sem kom út fyrir árið 2016. Í fyrstu hafði ég hugsað mér að nota hana sem dagbók. En svo þegar leið á vorið að þá hentaði mér það ekki. Ég er alltaf með símann á mér og nota meira dagatalið í símanum og tölvunni yfir hvað ég er að fara að gera (vinnu, skóla, fundi og æfingar o.s.frv).

Þess í stað notaði ég dagbókina sem markmiðabók og bók til að minna mig á jákvæðu hlutina í lífinu mínu. Því bókin setur upp einfalda mynd af því hvernig er hægt að ná markmiðum og minnir okkur á jákvæða hugsun og vinnur mikið með sjónarhorn jákvæðrar sálfræði. Þar sem ég er sjálf að læra sálfræði að þá veit ég eitt og annað um áhrif jákvæðrar sálfræði og hvað hún hefur á einstakling þar sem hún getur aukið lífshamingjuna  til muna.

Núna er komið nýtt ár og hef ég eignast bókina fyrir árið 2017. Ég valdi mér hana í gulu núna því hún er bara svo miklu flottari og skemmtilegri. MUNUM dagbókin er falleg, auðvelt að skrifa í hana, fer vel í tösku því hún er ekki of stór, hjálpar til við skrá niður markmið, matarplan fyrir vikuna og hægt að skrá æfingarplan ásamt öðrum hlutum.

munum13

Dagbókin var hönnuð með eftirfarandi þætti að leiðarljósi og má þá nefna.

Tímastjórnun með því einfaldlega að skipuleggja árið, mánuðinn, vikuna og daginn á markvissan hátt má auðvelda tímastjórnun og auka líkur á afköstum.

Jákvæð hugsun með því að einblína á það góða í lífinu, vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og einbeita sér frekar að því jákvæða má auka lífshamingju til muna.

Markmiðasetning með því að setja sér skýr og raunhæf markmið, búta þau niður í smærri skref og hafa þau mælanleg og innan ákveðins tímaramma má margfalda líkur á árangri.

Yfirsýn yfir tíma og verkefni getur haft góð áhrif á afköst og skipulag bæði til skemmri og lengri tíma. Gott er að hafa yfirsýn fram í tíman og vera þannig betur undirbúin/nn til að takast á við verkefni sem bíða manns.

munum1

munum4

 Mér finnst þessi bók alveg frábær fyrir þá sem vilja setja sér markmið og hafa áhuga á markmiðasetningu. Hún setur upp einfalda mynd af því hvernig er best að ná markmiðum sínum! Sem dæmi á myndinni hér að ofan er síða sem sýnir ákveðið markmiðatré. Markmiðatré virkar þannig að efst uppi er yfirmarkmið sem skiptist niður í undirmarkmið og endar svo á tímasetningu. Því tímasetning og tímastjórnun er lykilatriði í því hvernig er best að ná markmiðum.

munum44

Þangað til næst!

gudbjorg

Endilega fylgist með mér á Instagram: gudbjorglilja og á SnapChat undir nafninu gudbjorgliljag

Við erum á Facebook, getið líkað við síðuna okkar HÉR
Einnig erum við líka á Snapchat undir nafninu Pigment.is 

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.