Lavender ilmur og olíur hafa verið notaðar í ártatugi í jurtalyf og eru þau talin hafa róandi áhrif á fólk, en lavender blómið er heimsþekkt.

Núna eru margir að nota ediks hreinsiblönduna frægu þar sem vatni og ediki blandað saman og lavender dropum er bætt út í til að bæta lyktina. Einnig eru til baðsölt þar sem lavender hefur verið bætt út í eða jafnvel að lavender olíur eru settar beint út í baðið.

Ég er sjálf lavender aðdáandi, en ég á lavender dropa sem ég keypti í Indiska í Kringlunni og þar keypti ég einnig skál þar sem ég set vatn og þrjá dropa af lavender og kveiki á kerti sem ég set undir skálina. Um helgina fór ég í kolaportið og keypti mér þar reykelsi með lavender lykt sem er líka ótrúlega notarlegt. Ég nota líka dopana út í baðið en þá set ég einn bolla af epsom salti og lavender dropa með. Hægt er að kaupa stóra dós af epsom salti í Garðheimum.

Ég trúi því að lavender hafi góð og róandi áhrif á mann og þess vegna finnst mér gott að kveikja a kertinu, reykelsinu eða hoppa í heitt bað þegar það líður að kvöldi. Einnig er ég þannig að ég leita fyrst í jurtir áður en farið er í verkjatöflur eða önnur lyf þar sem jurtir og vítamín gera ótrúlega hluti.

633b80bb2eebe42de11e5407658a3b69

Lavender er dregið af latneska orðinu „lavare“, sem þýðir „að þvo“. Menn hafa í gegnum tíðina notað lavender í jurtalyf meðal annars til þess að lækna eða minnka kvíða, svefnleysi, þunglyndi, höfuðverk, ógleði, hármissir, bólur og jafnvel krabbamein.

Ég fór á Pinterest og fann þessa mynd sem mér fannst sniðug og vildi deila með ykkur. Hægt er að nota Lavender í svo margt.

1441057259f5d1103b41231f0b3c2214

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa