Færslan er ekki kostuð

Það fer ekki framhjá neinum sem þekkir mig eða veit eitthvað um mig að ég á hund, hana Ronju! Ég elska hana út af lífinu og finnst mjög gaman að kaupa hluti handa henni, allt frá leikföngum yfir í föt.

Það er eins með mig og aðra, að þá vil ég halda heimilinu fallegu og reyni að kaupa flotta & vandaða hluti inn á það. Það hefur reynst erfitt að fá fallegar hundavörur eða leikföng hér á landi sem hundurinn má skilja eftir á gólfinu. Ef hún er ekki að nota þau að þá er þeim safnað saman í körfu.

xlogo-rvk-bitch-png-pagespeed-ic-e73fzojzm

Ég var því ákaflega spennt um daginn þegar góð kunningjakona mín opnaði Reykjavík Bitch & Co sem er ný lífstílsverslun fyrir hunda á netinu. Netverslunin býður upp á sérvaldar hágæðavörur fyrir hunda. Það sem er einkennandi fyrir verslunina er að hún býður upp á fallegar & stílhreinar hönnunarvörur fyrir hunda.

Það er svo gaman að sjá að það er virkilega hægt að fá flottar hundavörur í dag. Því ekki má gleyma að hundurinn er einn af fjölskyldunni og þarf sína hluti svo sem bæli, matarskálar & leikföng. Fagurkerinn í mér langar í allt þarna handa Ronju minni. Til gamans má nefna að 5% af sölu allra leikfanga á Reykjavík Bitch & Co. rennur til styrktar Dýrahjáp Íslands.

Hér fyrir neðan tók ég saman vörur sem ég gæti
hugsað mér að versla fyrir hundinn minn.

screen-shot-2016-10-18-at-19-46-02-copy

Matarskál HÉR kemur í hvítu & svörtu. Þessa skál verð ég eignast þar sem þetta er falleg hönnun og með mikið notagildi. Hundurinn minn á það til að ýta matarskálinni stundum frá sér þegar hún borðar að þá er þessi tilvalin. 

plansza10

screen-shot-2016-10-18-at-19-48-33

Matarskál HÉR mér finnst þessi skál mjög flott. 

lucyco_updog_mar16-7

Leikfang HÉR kemur í gráu & ljósbleiku. Það er gott fyrir hunda að eiga leikföng sem örvar þá. Leikfangið virkar sem felustaður fyrir mat eða nammi sem er sett inn í og á hundurinn að leika sér að því að ná því úr. Mér finnst leikfangið mjög stílhreint og tímalaust – það má alveg vera á gólfinu fyrir mér.

odin1

up_dog_toys_odin_rose_quartz_01

dumbo-dog-toy-grey-pink_1024x1024

Mjúkt leikfang HÉR
 Ég elska bleikt & grátt svo ég verð að eignast þennan bangsa. Það er líka kostur að það er ekki tísta inn í honum heldur er skrjáfpappír sem á að örva hundinn. Svo gott fyrir okkur hundaeigendur að þurfa ekki að hlusta á tísthljóð allan daginn. 

dsc_10721

 

screen-shot-2016-10-18-at-19-31-44-copy

Hálsól HÉR kemur í nokkrum litum. 

screen-shot-2016-10-18-at-19-33-24-copy

Hálsól HÉR

screen-shot-2016-10-18-at-19-52-28

Taumur HÉR

screen-shot-2016-10-18-at-19-54-46

Taumur HÉR

53ef533a87cf3a65028c727b37280d1f_2_large

151

Peysur HÉR koma gráu & bleiku. Skemmtilegt að finna kaðlapeysur handa hundinum sínum. Mér finnst þessar peysur vera mjög stílhreinar og fallegar.

bowl_and_bone_aspen_pink_dog_pullover_5

screen-shot-2016-10-18-at-19-56-18

Regnkápa HÉR kemur í gulu & rauðu. Ef það er eitt sem við Íslendingar vitum að þá rignir oft hérna. Hversu falleg er þessi kápa, ég væri til í eina svona gula handa minni.

screen-shot-2016-10-18-at-19-42-10

screen-shot-2016-10-18-at-19-50-37

Loppukrem HÉR til að mýkja þurrar loppur. Þegar fer að kólna og frysta að þá geta loppurnar orðnar þurrar. Sérstaklega þegar borið er salt á vegina og gangstéttir að þá er gott að bera kremið á loppurnar reglulega.

Ég kynntist Margréti eiganda Reykjavík Bitch & Co fyrir nokkrum árum þar sem hún á eins hund og ég. Ég hef fylgst með henni elda og baka handa hundunum sínum og er því allskonar fróðleikur um hollt mataræði handa hundum á lífstílsvefnum.

Hér er uppskrift af nammikúlum handa hundum

xhrahundanammi3-600x450-jpg-pagespeed-ic-6t3hg-lwoj
Allar myndir af heimasíðu Reykjavik Bitch & Co

Innihaldsefni:

3/4 bolli hnetusmjör
1/4 tsk. kanill
1/4 bolli vatn
1 1/4 bolli hafrar

Aðferð:

Blandið saman hnetusmjöri, kanil og vatni. Bætið höfrum út í hægt og rólega þangað til hráefnin hafa náð að blandast vel saman. Setjið bökunarpappír á fat. Notið teskeið eða matskeið til að útbúa kúlurnar, fer allt eftir hversu stór hundurinn er. Raðið kúlunum á fatið.

Geymið kúlurnar í ísskáp í minnst 1-2 klukkustundir áður en hundurinn fær að smakka. Einnig er gott að geyma þær í frysti og taka út eftir vild. 

Ég er allavega mjög spennt að prófa að útbúa svona góðgæti handa hundinum mínum og versla falleg leikföng handa henni og styrkja um leið Dýrahjálp.

Endilega fylgist með mér á Instagram: gudbjorglilja & einnig á SnapChat undir nafninu gudbjorgliljag

gudbjorglilja

Við erum á Facebook, getið líkað við síðuna okkar HÉR
Einnig erum við á Snapchat undir nafninu pigment.is

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.