Eins og margir sem þekkja mig vita, þá er ég að fara taka þátt í mínu fyrsta hálfmaraþoni núna 20.ágúst í Reykjavíkur maraþoninu.
Þar sem þetta er mitt fyrsta skipti að taka þátt í maraþoni þá þarf maður að læra ýmislegt; bæði hvað er gott að nota og eiga og einnig hvernig maður sjálfur hleypur, andar og fleira.
Ég heyrði það strax að það sem heldur þér gangandi hlaupum eru góðir skór og það segir sig auðvitað sjálft. Ég leitaði á netinu hverju væri mælt með og endaði ég á að kaupa mér Ultra Boost skóna frá Adidas.

13941037_10157398711435372_1806837060_n

Þessir skór eru ótrúlega þægilegir. Þeir eru með mjúkan botn sem kallast booster og gerir það að verkum að lendinginn er mýkri og auðveldara að fara af stað. Það er gott grip undir þeim líka svo engin hætta er á að renna til.

13933177_10157398712945372_468508560_n

Þú klæðir þig í skóna eins og sokk. Það er engin tunga og þvi engin hætta að skórinn losni af þér.  Þeir eru mjög líkir sokkum, efnið i þeim er mjúkt og blæs vel í gegn.

13942647_10157398715110372_1358636771_n

Ég er virkilega ánægð með þessi kaup og mun ég hlaupa 21 km mun auðveldari núna í þessum skóm.

Fyrir þá sem vilja heita á mig getið þið smellt HÉR, en ég hleyp fyrir samtökin Hugarafl sem mér finnst vinna einstaklega mikilvægt starf í baráttunni gegn geðrænum sjúkdómum. Heimasíðu Hugarafls má finna HÉR.

Nánar um Ultra Boost skóna HÉR

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa