Hreyfing er lykill að góðri heilsu og mikilvægt er að finna einhverja gerð hreyfingar sem samsvarar þörfum manns og ekki síst sem manni finnst skemmtilegt að framkvæma. Síðastliðiði haust rakst ég á þjálfunarsíðu á Facebook sem vakti forvitni mína og áhuga. Hún var hjá Einari Kristjánssyni sem var og er með þjálfunarprógrammið Alpha Girls. Ég sló til og var ótrúlega ánægð með prógrammið, árangurinn sem ég náði og nálgun Alpha Girls prógrammsins á mataræði, lyftingar og almenna heilsu.

9f0371_a7f4e789f8f74da6804d39b98aed06c7
Einar Kristjánsson og Telma Ýr Þórarinsdóttir

Einar rekur Alpha Gym í Reykjanesbæ ásamt konu sinni, Thelmu Ýr Þórarinsdóttur. Þar starfa þau ásamt öðrum menntuðum þjálfurum við að hjálpa fólki að ná árangri í líkamsrækt. Ég lagði nokkrar spurningar fyrir Einar á dögunum til að gefa lesendum betri mynd af því sem þau eru að starfa við í Alpha Girls, sem og líkamsræktarstöðinni í heild.

13939494_1088759901193381_2760635142378190465_n


Þú hefur áralanga reynslu af líkamsrækt. Hvenær fórstu að þjálfa fólk fyrst (og hvar lærðiru?

Ég byrjaði í framhaldsskóla eins og flestir 16 ára unglingar. Eftir 2 ár áttaði ég mig á því að hefðbundin skóli var bara alls ekki fyrir mig, en mér fannst hundleiðinlegt í skóla alveg frá því að ég byrjaði sem krakki í 1.bekk.

Ég ákvað því að hætta og gera frekar eitthvað sem mér fannst skemmtilegt. Ég byrjaði á að taka námskeið frá American Council on Exercise (ACE) þegar ég var 18 ára og byrjaði strax að þjálfa eftir það, 18 ára gamall.

Þegar ég var 19 ára tók ég svo ÍAK einkaþjálfaranám Keilis. Í kjölfarið af því tók ég svo í ÍAK Íþrottaþjálfara nám líka.

Eftir námið fór ég aðeins að kenna við ÍAK einkaþjálfaranámið en flutti svo til Noregs og starfaði sem einkaþjálfari þar.

Ég myndi þó segja að meirihluti þess sem ég hef lært hefur verið utan skóla. Með því að vera stöðugt að lesa rannsóknir, bækur og sækja fyrirlestra bæði hér heima og erlendis.

13902606_1088711051198266_976154382398770814_n

Hvenær stofnaðir þú Alpha Gym?

Við stofnuðum Alpha í lok árs 2014. En ég var 21 árs þegar við stofnuðum fyrirtæki fyrst (Online Training AS), það fyrirtæki stofnuðum við út í Noregi. En það floppaði illa. Við lærðum mikið af því og vorum mun betur undirbúin þegar við stofnuðum svo fyrirtækin sem við eigum í dag.


13886837_1086345274768177_6275778921108683476_n
Hvernig kviknaði hugmyndin að Alpha Girls prógramminu sívinsæla?

Mér hefur alltaf þótt ótrúlega gaman að þjálfa stelpur og langaði að búa til eitthvað meira og betra en bara týpíska fjarþjálfun.

Við byrjuðum fyrst með prógram sem við kölluðum Girls Gone Strong og keyrðum það í ca 9 mánuði, það gekk ágætlega. En við gerðum ýmis misktök sem við lærðum af.

Við lögðum prógramið niður í 5-6 mánuði og eyddum tímanum í að endurbæta það sem betur mátti fara og skiptum um áherslur á ýmsum sviðum og byrjuðum svo aftur undir nafninu Alpha Girls.

Fyrir okkur er þetta svo miklu meira. Við lítum á þetta sem samfélag á netinu fyrir stelpur sem elska að lyfta, vilja læra að lyfta og vilja vita meira um þjálfun og sérstaklega næringu.

Út á hvað gengur Alpha Girls í grófum dráttum?

Í grunnin eru þetta æfingakerfi á netinu og fullt af fróðleiksefni um bæði næringu og þjálfun. Í hverjum mánuði bjóðum við svo stelpunum að koma til okkar í kennslu og tökum æfingu saman.

Þetta eru lyftingar með áherslu á að auka styrk og búa til flottari líkama.

En við lítum þó á þetta allt öðruvísi. Fyrir okkur er þetta svo miklu meira. Við lítum á þetta sem samfélag á netinu fyrir stelpur sem elska að lyfta, vilja læra að lyfta og vilja vita meira um þjálfun og sérstaklega næringu.

Við viljum miðla þekkingu og útrýma heimskulegum mýtum sem eru alltaf viðloðandi líkamsrækt og sérstaklega mataræði. Ég lýsi því oft þannig að við séum með vísindalega nálgun á þjálfun og næringu.

Ég myndi svo segja að þetta gangi mikið út á að búa til líffsstíl og betra hugarfar og vil stefna með þetta aðeins meira í þá átt.

Mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með stelpum sem hafa verið hjá okkur og hafa gjörsamlega breytt lífinu sínu. Lifa heilbrigðara lífi, eru með meira sjálfstraust og eru farnar að ná meiri árangri á fleiri sviðum í lífinu.

Ég vil að hluti af þessu snúist um að búa sér til betra líf. Ekki að þetta snúist bara um að “komast í betra form.” Okkur langar að hafa meiri áhrif á fólk þannig að fólk hækki standardinn sinn Að þú látir engan segja þér hvernig þú eigir að vera eða hvað þú átt að gera.

Ég er með hálfgerða þráhyggju fyrir því að fá fólk til þess að átta sig á því að það geti lifað draumalífinu sínu. Þú getur gert nákæmlega það sem þig langar til að gera. En þú þarft að vera með rétt hugarfar.

13512135_1056927087709996_6112495216600352950_n

Er eitthvað aldurstakmark í prógrammið?

Það var aldurstakmark en í raun var það bara meira ákveðin tegund af markaðssetningu í upphafi. Eins og er erum við ekki með nein aldurstakmörk.

Fyrirtækið býður upp á fleiri tegundir af þjálfun; hverjar eru þær og hverjum henta þær leiðir?

Við erum með fleiri útfærslur af online þjálfun, bæði einstaklingsmiðaða þjálfun en líka fleiri hugtök sem eru svipuð Alpha Girls nema fyrir aðra markhópa. Til dæmis erum við með prógram fyrir fitutap, við erum reglulega með 12 vikna vöðvastækkunarprógrömm fyrir karla og svo í haust byrjum við með mjög spennandi hugtak fyrir íþróttafólk. Þá höfum við fengið til liðs við okkur Vilhjálm Steinarsson sem hefur rekið Fagleg Fjarþjálfun í mörg ár.

Við erum svo með fjóra þjálfara sem vinna hjá okkur og þjálfa á báðum stöðvunum okkar í Reykjanesbæ, bæði með einkaþjáfun og hópþjálfun.

Ég myndi segja að flestir ættu að geta tileinkað sér flexible dieting að einhverju leiti, það getur verið misjanft hversu ítarlega fólk vill fara í þetta.

Út á hvað gengur svokallað ANP næringarplan? 

ANP stendur fyrir Alpha Nutrition Principles. Við erum búin að setja saman lista af ákveðnum atriðum sem skipta máli þegar kemur að mataræði, Við erum búin að flokka þessi atriði og forgangsraða eftir mikilvægi til þess að auðvelda fólki að setja upp sitt eigið næringarplan, taka eitt skref í einu og læra meira um næringu.

Það eru mörg ár síðan við hættum að gefa fólki matseðla. Í staðin viljum við kenna fólki að setja saman sitt eigið plan þannig að það geti borðað nákvæmlega það sem það vill.

Við samtvinnum ANP með nálgun sem margir þekkja sem „flexible dieting“ eða IIFYM.

13557936_1058366394232732_9036610547195913867_n

Hvernig virkar Flexible Dieting og hverjum hentar það? 

Flexible dieting virkar þannig að þú getur í raun borðað hvað sem er. Ekkert er á bannlista, en þú verður að uppfylla ákeðin skilyrði. Þú verður að borða nokkurnvegin rétt magn af hitaeiningum, proteinum, kolvetnum (og trefjum) og fitu flesta daga

Fyrir byrjanda hljómar það mjög yfirþyrmandi og fólk heldur að það þurfi að telja allt og vigta allt sem það borðar, en ég myndi segja að það taki flesta sirka 2-3 vikur að ná tökum á þessu. Þá verður þetta ekkert mál, sérstaklega í dag þega þú getur verið með app í símanum sem heldur utan um þetta fyrir þig.

Ég myndi segja að flestir ættu að geta tileinkað sér flexible dieting að einhverju leiti, það getur verið misjanft hversu ítarlega fólk vill fara í þetta.

Fólk upplifir ótrúlega mikið frelsi þegar það nær að tileinka sér þetta og getur til dæmis farið út í búð og “má” allt í einu kaupa allt í búðinni. Það þarf ekki lengur að forðast brauð- og kex rekkana og svo framvegis.

Fólk má samt ekki misskilja það og halda að það geti borðað eins mikið af öllu og það vill.

Ef ég borða t.d. bara franskar kartöflur og kleinuhringi myndi ég klára hitaeininga kvóta dagsins nokkuð fljótt.

Til þess að borða rétt magn af proteinum, kolvetnum og fitu ásamt því að fá nóg af trefjum, vítamínum og steinefnum verður þú að borða ca 70-80% “hollt” og þá er ekkert að því að fá sér til dæmis eða nammi og þess háttar. Ef maður á eftir einhverjar hitaeiningar.

Mér finnst ég ná árangri ef stelpurnar verða ánægðari með sjálfar sig, eru að bæta sig í því sem þær vilja bæta sig í, fá aukið sjálfstraust, betra hugarfar og ef ég get hvatt þær til þess að lifa þeim lífsstíl sem þær dreymir um.

Hversu árangri hafa stelpurnar í Alpha Girls verið að ná, á heildina litið?

Ótrúlega margar eru að ná frábærum árangri. Við erum þó ekki með neina sérstaka skilgreiningu á árangri, aðra en að ef þér tekst að líða betur með sjálfa þig þá teljum við það sem árangur.

Mjög mörgum hefur tekist að ná geggjuðum árangri útlitslega séð; bætt vöðvamassa, misst fitu, fengið six pack, stæltari rass og svo framvegis.

En það eru þó ekkert allar að eltast við þannig árangur. Margar vilja einfaldlega bara verða sterkari, og leggja þá meiri áherslu á að bæta sig í hnébeygju, réttstöðulyftu, bekkpressu og fleira. Árangurinn felst þá í því að bæta þyngdir og tækni.

Sumar skilgreina árangurinn sinn þannig að öðlast heilbrigðara samband við mat, auka þekkingu og skilning á mataræði og losna við ranghugmyndir.

Mér finnst ég ná árangri ef stelpurnar verða ánægðari með sjálfar sig, eru að bæta sig í því sem þær vilja bæta sig í, fá aukið sjálfstraust, betra hugarfar og ef ég get hvatt þær til þess að lifa þeim lífsstíl sem þær dreymir um.

Hvar ráðleggur þú fólki að byrja ef það vill ná árangri í líkamsrækt?

Byrja á að vinna í hugarfarinu.
Losaðu þig við fólk í kringum þig sem hefur neikvæð áhrif og umkringdu þig fólki sem stefnir að svipuðum markmiðum og færir þig upp á hærra plan.
Þú nærð ekki árangri, allavega ekki langtíma árangri nema þú sért með rétt hugarfar.

Ég ráðlegg öllum að eyða tíma og pening í „personal development.“


Ef þið viljið kynna ykkur þjálfunina hjá Alpha Girls/Alpha Gym frekar, mæli ég með því að þið kíkið á heimasíðuna þeirra HÉR. Facebook síðu Einars má svo finna HÉR.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is