Ég er ein af þeim sem hefur aldrei getað drukkið kaffi. En te, það er önnur saga.

Mér finnst æðislegt að byrja og enda daginn á heitu te. Það kemst svo mikil ró yfir mann á meðan maður er að sötra góðan tebolla.

Ég er með smá horn heima þar sem ég er með ýmsar te tegundir.

13318776_10157090258800372_163547977_n

Kusmi Tea er æðislegt og keypti ég þessa krúttlegu te dollur í Paris. Ég kynnst Kusmi Tea þar í borginni. Ég labbaði af forvitni inn í Kusmi tea búð þar sem ég fékk að smakka ýmsar bragðtegundir, en alls eru þær 64.

Ég vil oftast byrja daginn á að fá mér grænt eða svart te. Á kvöldin fer ég svo í koffínlaust te. Það er ótrúlegt hvað jurtir og ýmsar berjategundir geta haft mikil áhrif.

13342244_10157093777670372_397355394_n

Uppáhalds tein mín eru frá Yogi og Feel Good. „Be good and do good“ er þeirra mottó.
Það eru virkilega góð gæði í teunum frá Yogi. Hægt er að sjá hvað innihöldin gera og í hverju tei hægt er að finna þær jurtir eða ber hérna.  Einnig eru allir pokarnir frá þeim með jákæð skilaboð sem gera daginn betri.

Ég skrapp í Söstrene Grene um helgina og keypti nokkrar krukkur og nýtt te. Ég keypti þar á meðal svart te með mangó og er það mjög bragðgott. Mæli með að þið kikjið á tein hjá þeim. Svo keypti ég merkimiða og band í Tiger sem ég batt utan um krukkurnar.

13329823_10157090260885372_745048739_n

Ég er rétt að byrja í teinu undanfarið og er alveg óð í að smakka sem mest.

Hvaða te er í uppáhaldi hjá ykkur?

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa