Morgunmaturinn er mikilvægasta máltið dagsins.

Alla morgna byrja ég á þvi að taka vítamín og drekka heilt glas af vatni. Ég set ketilinn í gang til þess að búa mér te og set saman morgunmatinn.

13321197_10157093841735372_2005814763_o

Ég var að byrja i þjálfun hjá Pálinu Páls sem er með True Viking Fitness ásamt manninum sínum, Stefáni. Er virkilega ánægð hjá þeim og fékk ég þetta auðvelda og bragðgóða matarplan þar sem ég kynntist þessum morgunverði. Ég einfaldlega verð að deila honum með ykkur.

13321258_10157093842550372_1543054245_o

Þú setur í skál:

  • 20gr af höfrum
  • 1 matskeið chia fræ
  • 1/4 epli
  • 1 dl möndlumjólk

13340372_10157093842250372_961689800_o (1)

Hægt er að setja smá kanil og einnig 1 dl af grískri jógúrt sem er mjög gott. Mér fannst þetta svo ótrúlega gott bara með þessum 4 innihaldsefnum að ég vakna spennt yfir því að vera að fara borða þennan morgunmat.

Hægt er að undirbúa þetta líka daginn áður og setja inní ískáp yfir nóttina. Hentar þeim sem vilja vakna og hoppa strax út.

Góð næring sem endist vel og lengi.

4692d6f5a5b45d4c1002034cfad782b5

katrín sif

Endilega líkaðu við Facebook síðu okkar HÉR

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Deila
Fyrri greinMAC VIBE TRIBE
Næsta greinMattar neglur