Þessa hafraklatta baka ég yfirleitt einu sinni í viku og eru þeir því nánast alltaf til inni í ísskáp hjá mér. Allir sem hafa fengið að smakka finnst þeir sjúklega góðir og það er svo þæginlegt að geta gripið í þá ef það er lítill tími fyrir morgunmat eða þá fyrir/eftir æfingar.
Svo er maður enga stund að henda í eina uppskrift :)

Uppskrift:

2 bollar grófir hafrar
1/3 bolli kókosmjöl
3 tsk. kanill
Klípa af sjávarsalti
1/4 bolli pekanhnetur (hakkaðar)
1/4 bolli heslihnetur (hakkaðar)
6 litlir kubbar af dökku Sollu súkkulaði (fínt saxað)
1 bolli lífrænt hnetusmjör
2 msk hunang
3 msk kókosolía
2 stappaðir bananar (þroskaðir)
5 dropar stevia (ég nota með súkkulaði- eða vanillu bragði)

Byrjið á því að hræra öllum þurrefnunum saman í eina skál og öllu hinu í aðra skál.
Blandið svo öllu saman og hrærið vel. Ég nota svo ísskeið til að skammta í hverja köku en annars er ein kaka um 2 msk.
Bakist við 160 gráður með blæstri í 15 mínútur, annars 180 gráður.


13140760_10209325333553137_1228757250_n
13180844_10209325335113176_668226821_n13140695_10209325335433184_1350830743_n

13082040_10154158211468415_1636471572_n

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

 

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.