Færslan er ekki kostuð. Vöruna í færslunni keypti höfundur sjálf.

Nýlega eignaðist ég hið umtalaða LuMee hulstur á símann minn. Ef þið eruð að fylgjast með raunveruleikaþáttunum Keeping up with the Kardashians að þá hefur kannski ekki farið framhjá ykkur, að þær systur eru með ný símahulstur sem þær sýna reglulega og eru orðin trend í dag.

Ég er ekki hissa, þar sem þetta hulstur er algjör snilld!

78fa29e581192a21bf2fccc10501578e
Mynd af: Pinterest.com

Af hverju? Jú, vegna þess að símahulstrið er með LED lýsingu á hliðunum á símanum sem gefur góða lýsingu. Hulstrið er ætlað til þess að taka sjálfsmyndir og skilar hulstrið því alveg, þar sem LED lýsingin er frekar í heitari kantinum en köldum. Ekki nóg með það heldur er hægt að stilla lýsinguna með dimmer með því að halda inni takkanum á hulstrinu. Þannig þú getur fengið hina fullkomnu „selfie“ birtu sem þú vilt.

Núna eru símahulstrin loksins fáanleg hér á landi og fæst það hjá LuMee umboðinu sem er eini dreifingaraðilinn á landinu fyrir LuMee hulstrin, svo varist eftirlíkingar. Ég fékk mér svart og er mjög ánægð með það. Hulstrið er vandað og endurhlaðanlegt – sem er mjög góður kostur.

284cecb8e8f8249794b82bc793f2d5b6
Mynd: Pinterest.com
acbb2d1d0e09cd167b79abbf354cb780
Mynd af: Pinterest.com
slide_4
Mynd af: Pinterest.com

DSC00744

0ee0daca9976aaffdd9ec9a736f3b8d1

 

 

guðbjorglilja

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.