Þessir kornflex bitar eru eitt af mínum uppáhalds hollustu „treat-um“ þar sem þeir eru svolítið eins og rice crispies kökurnar sem maður fær í barnaafmælum.
Einn til tveir svona bitar eru meira en nóg til að svala súkkulaðiþörfinni og maður er enga stund að gera þá!

13101050_10209226943293442_461400849_n

Uppskrift:

1 bolli lífrænt hnetusmjör
3/4 bolli villiblómahunang
1/2 bolli kókosolía
5 dropar vanillu stevia (eða 2 tsk. vanillu dropar)
6 msk. kakó (t.d Hersey’s unsweetened, fæst í Kosti)
3 bollar glútenfrítt kornflex (fæst í Nettó)
kókosmjöl til að skreyta (má sleppa)

Bræðið hnetusmjörið, hunangið og kókosolíuna saman á pönnu við vægan hita. Slökkvið undir pönnunni og bætið steviu dropunum, kakóinu og kornflexinu út í og hrærið vel saman. Að lokum er öllu hellt í eldfast mót (setjið bökunarpappír undir) og sett í frystinn í smá tíma áður en hægt er að skera í litla bita.

Geymist inni í frysti :)

vera

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.