Fyrir mig persónulega þá finnst mér best að byrja daginn á góðum smoothie.

Ég er alltaf að leita að nýjum og skemmtilegum uppskriftum og datt niður á þessa í morgun.

Ég held að flestir elski bananasplit. Þessi drykkur er pakkaður af próteini, andoxunarefnum, trefjum, kalíum og fleiri dásamlegum efnum sem líkaminn elskar.

Uppskrift er fyrir einn drykk.

Hráefni:

½ bolli af grískum jógúrt

½ bolli af ósætri möndlu mjólk

1 msk af ósöltuðum möndlum

½ bolli af jarðaberjum, hreinsuðum og skornum í tvennt

1 banani

2 skeiðar af prótein dufti

Ísmolar

Leiðbeiningar:

Allt hráefni fer í blandarann, muna vökvinn fyrst.

Skellið á góðan hraða og látið blandast vel saman eða þar til drykkur er mjúkur.

Drekkist strax.

Njótið vel!

ht_logo_big_neg2

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is