Ég er ein af þeim sem fékk húðflúrsveikina þegar ég var yngri. Munurinn á mér og kannski einhverjum á svipuðum aldri er sá að hún fór aldrei, foreldrum mínum til mikillar mæðu.

Í augnablikinu er ég ótrúlega hrifin af „watercolor“ húðflúrum, en sú sem er sennilega best í þeim á landinu er hún Sigrún á Bleksmiðjunni. Ég er sjálf með eitt gullfallegt flúr eftir hana og annað á leiðinni, en þau sem vinna á staðnum fagmenn fram í fingurgóma.

Mynd: Bleksmiiðjan Húðflúr. Eftir Sigrúnu.
Mynd: Bleksmiiðjan Húðflúr. Eftir Sigrúnu.

Ég tók saman á Pinterest þau flúr sem mér fannst bera af í watercolor stíl, en flest eru þau frekar lítil og nett.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is