Þessi uppskrift er búin að ganga í gegnum heilmikla tilraunastarfsmemi þar til að undirrituð fann þá útgáfu sem henni fannst best.

Pönnukökurnar eru hollar, stútfullar af próteini, trefjum og ekki skemmir hvað þær bragðast dásamlega! Það er líka ótrúlega fljótlegt að gera þær, en það tekur um 10-15 mínútur.

Uppskrift fyrir tvo: 

  • 1 bolli hafrar
  • 3 msk kotasæla
  • 2 egg
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk kanill
  • 1-2 þroskaðir bananar
  • Örlítil hrísmjólk eða fjörmjólk ef þú vilt hafa deigið þynnra

Aðferð: 

Öll innihaldsefni sett í blandara þar til að þau eru orðin að fljótandi degi. Hitið pönnu með kókosolíu og bakið þar til pönnukökurnar eru gullinbrúnar á hvorri hlið.

Berið fram einar og sér, með hunangi, hlynsírópi eða ávöxtum!

Hægt er að breyta uppskriftinni með því að slepppa bönunum og setja bláber á pönnsurnar á pönnunni, bæta vanillupróteini út í deigið eða hvað sem hugurinn girnist!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is