Færslan er unnin í samstarfi við zolo.is

Bubblumaskinn hefur hlotið mikilla vinsælda hjá ungu fólki. Eins og nafnið gefur að kynna verður maskinn að risa búbbluskýi þegar hann er settur á andlitið og er því kallaður bubblumaskinn. Ég fór í búðina Zolo sem selur þennan maska og ég fékk að taka hann með heim og prófa. Verslun Zolo er staðsett á Hafnargötu í Keflavík.

Maskinn er frá fyrirtæki sem heitir Elizavecca Milky Piggy og maskinn sjálfur heitir Carbonated Bubble Clay Mask. Hægt er að nota maskann bæði sem farðahreinsi og djúphreinsandi hreinsimaska.
Maskinn inniheldur meðal annars kolsýrt vatn  sem gerir það að verkum að hann bubblar. Frekari innihaldslýsingu er hægt að skoða hér.
Ég held ég hafi sjaldan skemmt mér jafn mikið við að nota maska og með þennan. Það kitlaði rosalega þegar maskinn byrjaði að bubbla og það kom mér virkilega á óvart. Það tók um 15 mínútur fyrir maskann að verða eins og hann á að vera. Þegar maskinn var sem stærstur leit maður út fyrir að vera með svaka bollukinnar sem var virkilega fyndið!

Arnar var líka mjög spenntur fyrir þessum maska og okkur fannst þetta fáránlega fyndin upplifun! Þetta er án efa skemmtilegasti maski sem ég hef nokkurn tíman prófað.

Þið getið nálgast maskann hér eða í verslun Zolo á Hafnargötu 23, Keflavík. Ég mæli samt með því að kíkja í búðina því hún er ótrúlega stílhrein og falleg og það er hellingur af skemmtilegum vörum til að skoða!

Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er ég á instagram og snapchat: alexandraivalu9


Takk fyrir að lesa!

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.