Færslan er unnin í samstarfi við emory.is og varan var fengin að gjöf.

Nú á dögunum fékk ég dásamlegan pakka frá emory.is sem innihélt svart marmarabikiní sem mig hefur langað í svo lengi! Bikiníið er þeirra hönnun og er til í bæði hvítu og svörtu. Topparnir og buxurnar eru seld í sitt hvoru lagi þannig ef þig langar í hvítan topp og svartar buxur, þá er það ekkert mál.
Persónulega þykir mér svarta fallegra því ég er pínu smeyk við hvíta efnið ef ske kynni að það verði gegnsætt. Efnið er hins vegar tvöfalt og ætti þess vegna ekki að vera gegnsætt!

Stærðirnar eru frá xs-xl og ég tók xl sem passaði vel. Það eru stærðartöflur á netinu en það er líka ekkert mál að máta hjá þeim.

Það er hægt að taka púðana úr toppnum sem ég gerði og þannig fýla ég toppinn mikið betur. Mér finnst hann passa betur ef púðarnir eru ekki í.

Ég er búin að nota bikiní buxurnar ótrúlega mikið og ég get alveg sagt það að þær eru bestu bikiní buxur sem ég hef átt. Þær leggjast að rassinum og maður þarf eiginlega ekkert að pæla í því hvort þær séu á flakki. Þær gera rassinn líka mikið flottari en þegar maður er í þessum hefðbundnu bikiní buxum.

Kóðinn „alexandra“ gefur ykkur 10% afslátt af öllum vörum inná emory.is ! Endilega kíkið á vörurnar frá þeim því þau eru líka með ótrúlega flott íþróttaföt, símahulstur, æfingateyjur og skó!

Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er ég á instagram og snapchat: alexandraivalu9


Takk fyrir að lesa!

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.