Vörur í færslunni fékk höfundur í gjöf

Hver elskar ekki sjálfbrúnkukrem? Ég allavega elska þau þar sem ég er með föla húð. Það sem ég leitast eftir þegar kemur að sjálfbrúnkuvörum er að bera á mig brúnkuna hratt og örugglega – minnka allt óþarfa vesen og aukaskref.

Um daginn fékk ég að prófa White to Brown spreyið sem hefur verið ótrúlega vinsælt í mörg ár. Þetta er einmitt það sem ég var að leitast eftir. Sem sagt ekkert vesen.

Að nota White To Brown spreyið

Ég spreyjaði vörunni í 20 cm fjarlægð og fannst mér liturinn koma jafnt og þétt úr spreybrúsanum (ekki of mikið og ekki of lítið magn af vörunni). Spreyið þornar hratt og klesstist ekki ef það kemur slys að þá er ekkert mál að jafna litinn út með brúnkuhanska sem fylgdi með.

Liturinn og útkoma

Eitt sem ég vil koma á framfæri er að þetta er ekki instant brúnka. Það tók um tvo tíma fyrir að litinn að birtast og kom hann alveg eftir 6-8 tíma. Mér fannst liturinn mjög flottur eftir tvo tíma á mér en svo hélt hann áfram að verða dekkri og dýpri. Ég fékk mörg hrós og spurningar hvaða brúnkukrem ég væri að nota – mæli mikið með! Einnig fannst mér algjör snilld hvað liturinn var lengur að fara miða við aðrar vörur sem ég hef prófað.

Hægt er að nálgast vöruna & skoða úrvalið hjá White To Brown HÉR 

Þangað til næst!

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.

Deila
Fyrri greinINSTAMOMENTS
Næsta greinGEOSILICA RENEW