Að mínu mati finnst mér best að nota farðahreinsa sem ,,bræða“ í burtu farðann. Þetta eru hreinsar sem eru úr vaxkenndu smyrsli sem bráðna um leið og þeir komast í snertingu við húðina. Mjög hentugt þar sem þeir hreinsa ALLAN farða og óhreinindi (maskara, augnskugga, eyeliner og varalit). Hef vanið mig á að nota þannig hreinsa þegar ég er sérstaklega mikið förðuð og fara svo yfir með öðrum almennum hreinsi eftir á.

Fullkominn hreinsir

Um daginn keypti ég mér í Sephora farðahreinsi sem ég hafði heyrt svo góða hluti um og var mjög spennt að prófa! Ég hreinlega elska þennan hreinsi eftir að hafa notað hann í nokkur skipti og ákvað að gera færslu um hann. Því kannski er einhver hér á leiðinni í Sephora á næstunni og er að leita sér að góðum farðahreinsi.

Vörur í færslunni voru keyptar af greinahöfundi

Boscia farðahreinsirinn er gerður úr kolum og auðveldar vinnuna að hreinsa mikinn farða af húðinni. Til að nota hreinsirinn á að bera hann á þurra húð og nudda vel á þau svæði sem á að þrífa, bæta svo við volgu vatni og nudda vel. Öll óhreinindi og farði þar á meðal vatnsheldur maskari fer strax af – Algjör snilld! Það fylgir svona lítil skeið eða áhald til að bera efnið á húðina. Það sem ég elska við hreinsirinn er að hann ertir ekki húðina og mér svíður ekki í augun af honum.

Þetta er án efa besti svona smyrsl hreinsir sem ég hef átt. Hann mýkir húðina eftir notkun og verður hún silkimjúk og extra hrein. Svo lyktar hann dásamlega af einhverskonar sítrónu ilmi – sem er góður kostur!

Þið getið séð nánar um hreinsirinn HÉR

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.