Eða minnkaði umtalsvert og einkennin eru horfin. Exem er auðvitað undirliggjandi sjúkdómur sem getur sprottið upp við ýmis tilefni. Mataræði, streitu, hárvörur sem henta ekki og margt fleira getur haft áhrif.

Málið er að ég hef verið að díla við exem í hársverði í nokkur ár sem hefur verið afar hvimleitt. Ég hef prófað ALLT sem ég veit um til þess að losna við það. Þar á meðal hafa verið sjampó, næringar, olía, lyfjasjampó og fleira og fleira. Sumar vörurnar virkuðu ekki á meðan aðrar löguðu hársvörðinn en gerðu hárið sjálft þurrt og líflaust. Svo voru aðrar vörur sem ég notaði mikið þar sem að það hélt að minnsta kosti köstunum niðri. Þær gerðu hárið fínt og sköpuðu hvorki sár, kláða né meiri flösu í hársverðinum.

Kraftaverkin gerast!

Ég var í raun búin að sætta mig við að vera bara með exem í hársverði og ofnæmi fyrir öllu og engu það sem eftir væri þar til að ég var að ræða um vandamálið við Baldur, eiganda Bpro heildverslunar og hársnilling með meiru, en hann flytur inn Davines hárvörurnar.

Þær hafa gefið sér gott orð fyrir að vera sjálfbærar, náttúrulegar, lausar við óæskileg efni og vera samþykktar af Spoex, samtökum psoriasis og exemsjúklinga. Vörurnar eru einnig langflestar vegan og eru ekki prófaðar á dýrum sem er stór plús. Hann var svo góður að láta mig hafa tvær gerðir af sjampói og næringu sem hann sagði mér að nota í 6 vikur til þess að ná exeminu niður, svipað og venjulegan lyfjakúr. Annars vegar var það Purifying Shampoo og hinsvegar Renewing Shampoo og næringu. Ég byrjaði samviskusamlega að fylgja leiðbeiningum þegar ég þvoði á mér hárið, en ég geri það sirka annan hvern dag.

  1. Ég þvæ hárið fyrst með Purifying sjampóinu þar sem að ég einblíni á hársvörðinn og að nudda því vel þar inn.
  2. Þar á eftir skola ég hárið og set Renewing sjampóið í hárið og nudda því vel í hársvörð og niður í hárið. Þá skola ég og vind hárið vel.
  3. Ég ber Renewing næringuna í hársvörð og enda og læt hana liggja í 3-5 mínútur áður en ég skola úr.

Niðurstaða

Þessi aðferð og vörurnar hafa orðið til þess að exemið er HORFIÐ. Já þið lásuð rétt, það hefur ekki minnkað heldur er horfið! Engin sár, enginn kláði, engin flasa. Einnig er hárið silkimjúkt og glansandi. Með þurru endana mína nota ég svo alltaf leave-in næringu, olíu og hármaska öðru hvoru til þess að halda þeim heilbrigðum. Eftir kúrinn nota ég svo alveg aðrar hárvörur- og merki líka sem ég elska, en svo fer ég aftur til baka í þessar vörur ef ég finn fyrir einhverjum einkennum gera vart við sig. Eins og ég sagði þá er exem alltaf undirliggjandi sjúkdómur.

Takk Davines!

Ég get sagt með mjög góðri samvisku að hárið á mér hefur aldrei verið jafn gott og hársvörðurinn í jafn miklu jafnvægi. Ég er virkilega þakklát fyrir þetta, enda ótrúlega vont fyrir sjálfstraustið að þurfa að fást við svona vandamál. Að ekki sé minnst á VONT þegar einkennin eru í blússandi gangi. Takk DAVINES og Baldur fyrir að bjarga á mér hársverðinum!

Sölustaðir Davines á Íslandi

Barbarella – Suðurgötu 7, 101 Reykjavík
Beautybar – Kringlunni 4-12 3.hæð, 103 Reykjavík
Crinis – Þönglabakka 1, 109
Greiðan – Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík
Hárátta – Hafnargötu 54 – 230 Reykjanesbær
Hárfjelagið – Álfheimum 2, 104
Hárnýjung hárstofa – Auðbrekku 2, 200 Kópavogi
Kompaníið – Turninum Smáratorgi – 201 Kóp.
Hársnyrtistofan Mensý, Austurvegi 29, 800 Selfossi
Möggurnar í Mjódd – Álfabakka 12, 109 Reykjavík
Pastel – Norðurtanga 1, 355 Ólafsvík
Space Hárstofa – Hæðarsmára 6, 201 Kópavogi
Senter – Tryggvagötu 28, 101 Reykjavík
Sjoppan hársnyrtistofa – Bankastræti 14, 101 Reykjavík
Slippurinn – Laugavegi 48b, 101 Reykjavík                           101 Hárhönnun – Skólavörðustíg 8, 101 Reykjavík                   

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is